fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Vanda ætlar að funda með landsliðsmönnum – Arnar segir ekkert ákveðið með samninga

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 15:00

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ er væntanleg til móts við íslenska karlalandsliðið þar sem hún ætlar að funda með leikmönnum liðsins.

Vanda tók við starfinu fyrir um mánuði síðan og hefur verið að setja sig inn í hlutina. Til umræðu er að landsliðsmenn skrifi undir samninga við KSÍ. Ekki hefur komið fram hvað á að standa í þeim samningum en að hluta til eru þeir samningar þess eðlis að leikmenn hagi sér vel utan vallar.

Gustað hefur verið um sambandið og nokkrir leikmenn legið undir ásökunum um ofbeldi. Hingað til hefur enginn landsliðsmaður síðustu ára hlotið dóm en tvö mál eru á borði lögreglu. Eitt mál hérlendis og annað í Bretlandi.

Vanda ætlar að ræða við leikmenn liðsins í komandi verkefni. „Ég hef ekki hitt á hana. Hún ætlar að setjast niður með okkur og ræða ýmis mál. Ég veit ekki hvað svo sem,“ sagði Albert Guðmundsson leikmaður liðsins á fréttamannafundi í dag.

Arnar Þór Viðarsson þjálfari liðsins veit ekki hvað Vanda ætlar að ræða. „Ég veit ekki nógu mikið um þau mál,“ sagði Arnar.

Mynd/Eyþór Árnason

Arnar segir að ekki sé búið að ákveða með samninganna sem rætt hefur verið um. „Það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um undirritaðir á einhverju. Það er ekki eitthvað sem er búið að ákveða heldur tillaga frá starfshóp,“ sagði Arnar.

Arnar segir það eðlilegasta hlut í heimi að að formaður fundi með leikmönnum. „Það að formaðurinn ræði við hópinn þegar hún kemur hingað er mjög eðlilegt. Í öllum ferðum sem ég hef verið í, þar sem formaður KSí er þá segi hann nokkur vel valinn orð,“ sagði Arnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur