fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Sigmundur Davíð segist hafa brugðist íslensku þjóðinni -„Ég veit, þetta er ekki fullkomin afsökun“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 09:23

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég brást þjóð minni á COP ráðstefnunni. Ég hefði átt að vera meira gagnrýninn þegar ég hafði tækifæri til.“

Þetta er yfirskriftin á pistli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifar en pistillinn birtist á vef breska tímaritsins The Spectator. Í pistlinum talar Sigmundur um loftlagsráðstefnuna COP sem nú er haldin í 26. skipti.

„Ég er á leiðinni til Glasgow vegna COP26 ráðstefnunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer til útlanda síðan heimsfaraldurinn hófst,“ segir Sigmundur í pistlinum. „Þetta er mín önnur COP ráðstefna. Fyrri ráðstefnan var í París árið 2015 en þá var ég forsætisráðherra. Síðan þá hef ég beðist opinberlega afsökunar fyrir að hafa ekki verið nógu gagnrýninn á þeim tíma.“

Sigmundur segir að ástæðan fyrir því að hann hafi verið ekki „nógu gagnrýninn“ á þessum tíma sé sú að hann var upptekin við aðra hluti. „Aðallega þær óviðjafnanlegu aðgerðir sem við gripum til með það að markmiði að laga efnahagskerfið eftir hrunið,“ segir hann.

„Ég veit, þetta er ekki fullkomin afsökun. Ég geri mér nú grein fyrir því að ég hefði átt að draga hóphugsunina í efa. Þrátt fyrir það, þá var búið að ákveða allt áður en ég mætti. Þið vitið hvernig þetta virkar. Í dag eru stjórnmálamenn ekki að taka stefnu heldur eru þeir orðnir að talsmönnum fyrir stefnur stofnanna.“

Hægt er að lesa pistil Sigmunds Davíð í heild sinni hér en hann hefur vakið nokkra athygli hér á landi eftir að mbl.is vakti athygli á honum. Meðal annars vakti pistillinn athygli Hrafns Jónssonar, kvikmyndagerðamanns og pistlahöfunds, en Hrafn birti færslu á Twitter þar sem hann segist hafa búist við allt öðru þegar hann sá að Sigmundur sagðist hafa brugðist þjóðinni.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er um þessar mundir staddur í Glasgow vegna loftlagsráðstefnunnar. Hann skrifar athugasemd við færslu Hrafns og þakkar fyrir að Sigmundur hafi ekki verið með skoðanirnar sem hann er með í dag þegar hann var forsætisráðherra árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

JD Vance hafður að háði og spotti fyrir sagnfræðikunnuáttu sína

JD Vance hafður að háði og spotti fyrir sagnfræðikunnuáttu sína
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja