fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Mál Semu gegn Möggu Frikka fellt niður – Yfir þrjú ár frá átökunum á Cafe Benzin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 14:00

Sema Erla Serdar (t.v.) og Margrét Friðriksdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágústmánuði sumarið 2018 lenti saman tveimur aðsópsmiklum en ólíkum konum á veitingastaðnum Cafe Benzin við Grensásveg, þeim Margréti Friðriksdóttur og Semu Erlu Serdar.

Þeim hefur ekki borið saman um atvikið en Sema Erla kærði Margréti fyrir hatursglæp í kjölfarið.

Í ágúst árið 2020 tjáði Sema Erla sig um málið og gagnrýndi lögreglu fyrir seinagang við rannsókn þess. Hún sagði meðal annars í pistli á Facebook-síðu sinni:

„Um verslunarmannahelgina voru tvö ár síðan ráðist var á mig með líkamlegu ofbeldi og ítrekuðum morðhótunum fyrir utan veitingastað í Reykjavík. Ástæðan fyrir árásinni var ég. Það er að segja hver ég er, hvaðan og hver lífssýn mín er.“

Margrét gekkst við því á sínum tíma að hafa veist að Semu Erlu þetta kvöld en neitaði því að um líkamsárás eða hatursglæp hefði verið að ræða.

Málið hefur nú verið fellt niður en Margrét birti í gærkvöld á Facebook bréf frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þess efnis. Samkvæmt bréfinu var kæruefnið hótanir. Í bréfinu segir að rannsókn málsins hafi verið hætt á grundvelli laga um meðferð sakamála, nánar tiltekið fjórðu málsgreinar 52. greinar laganna. Hún er eftirfarandi:

„Lögregla vísar frá kæru um brot ef ekki þykja efni til að hefja rannsókn út af henni. Sé rannsókn hafin getur lögregla einnig hætt henni ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram, svo sem ef í ljós kemur að kæra hefur ekki verið á rökum reist eða brot er smávægilegt og fyrirsjáanlegt er að rannsóknin muni hafa í för með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og kostnað. Ekki er skylt að gefa þeim sem hlut á að máli kost á að tjá sig áður en slík ákvörðun er tekin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi