fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Krakkarnir sem æfa íshokkí á Akureyri koma frá fjölda landa

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 10:45

Sarah Smiley og nemendur. Mynd/UMFÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í öllu okkar byrjendastarfi leggjum við áherslu á að taka vel á móti bæði börnum og foreldrum þeirra. Foreldranir þurfa að sjá að íþróttahúsið er öruggur staður og að við hugsum vel um barnið þeirra áður en það byrjar að æfa,“ segir Sarah Smiley, íshokkíþjálfari hjá Skautafélagi Akureyrar.

Skautafélagið er á meðal fjögurra félaga sem hlutu styrk Íþrótta- og Olympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) vegna verkefna sem hafa það að markmiði að hvetja börn og ungmenni af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra til þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi. Styrkur til hvers félags nemur 250 þúsund krónum og á verkefnið að vara fram á næsta vor.

Dans og sund

Hin félögin sem hlutu styrk eru Dansfélagið Bíldshöfða fyrir aukna danskennslu barna og ungmenna af erlendum uppruna í samstarfi við frístundaheimili í efra Breiðholti, Héraðssamband Vestfirðinga (HSV) fyrir kynningu á starfsemi félagsins á vordögum grunnskóla með aðstoð túlka, þýðingu á stundatöflum og tékklistum fyrir foreldra barna af erlendum uppruna og sunddeild KR ætlar að bjóða upp á sérstakt sundnámskeið.

Talið er að um 10% íbúa á Íslandi séu innflytjendur en samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda rúmlega 12% allra þeirra sem búa á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Rannsóknir og greining lagði fyrir alla nemendur í 8. – 10. bekk á Íslandi árið 2016 og síðar stunda rúmur helmingur barna og ungmenna nær aldrei íþróttir þar sem engin íslenska er töluð á heimilinu og stunda tæpur helmingur barna og ungmenna nær aldrei íþróttir þar sem íslenska er töluð ásamt öðru tungumáli.

Börn tala til barna

Skautafélagið fékk styrkinn til að búa til myndbrot fyrir samfélagsmiðla þar sem iðkendur félagsins af erlendum uppruna hvetja önnur börn af erlendum uppruna á eigin tungumáli til þátttöku í íþróttum. Jafnframt er stefnt á að þýða heimasíðu www.sasport.is á önnur tungumál og auglýsinga bæklinginn Vertu með, sem UMFÍ og ÍSÍ hafa gefið út á nokkrum tungumálum.

Um 160 iðkendur hjá Skautafélaginu eru undir 18 ára aldri. Flestir eru iðkendurnir á þeim aldri frá Íslandi en fjölmargir eru frá öðrum löndum á borð við Belgíu, Grikklandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Kanada, Danmörku og Portúgal.

Sarah segist ekki geta svarað því fullkomlega hvers vegna svona mörg börn sem eiga erlenda forelda stunda skautaíþróttir á Akureyri. Hún segir einhverja foreldra barnanna þekkja og börnin kannast hvert við annað.

„Þegar krakkarnir og foreldrar þeirra sjá hvað starfið er fjölbreytt hjá okkur þá koma þau og byrja að æfa,“ segir Sarah, sem sjálf er frá Kanada en hefur verið búsett hér á Íslandi frá árinu 2006.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum