fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Mætti smitaður í settið hjá Gísla Marteini – Stjörnurnar komnar í sóttkví

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. nóvember 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason hefur greinst með COVID-19 og dvelur nú í sóttvarnarhótelinu við Rauðarárstíg. Þar sem Hallgrímur var einn gesta Vikunnar með Gísla Marteini Baldurssyni á föstudag eru nú bæði Gísli Marteinn sem og aðrir gestir þáttarins komnir í sóttkví.

Hallgrímur skrifar um þetta á Facebook.

„Jæja það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt. Ég er semsagt einn af þessum 72 sem smituðust í gær. Er vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktarskyn. Enda tvívarinn með Astra Zeneca síðan í sumar. Guð blessi bóluefnin!“

Hallgrímur greinir frá því að hann hafi í gær verið fluttur á sóttvarnarhótelið á Rauðarárstíg og þar sé gott að vera.

„Var í gærkveldi ekið hingað af slökkviliðsmanni á sóttvarnarhótelið við Rauðarárstíg. Hér er yndislegt að vera með útsýn yfir æskustöðvarnar og nafna á holtinu. Tímasetningin gat allavega ekki verið betri. Sýning komin upp og allar bækur í búðir.“

Sem betur fer hafi aðrir fjölskyldumeðlimir ekki greinst jákvæðir og segist Hallgrímur vona að hann hafi ekki smitað neinn í Vikunni. En nú séu Gísli Marteinn, Sóli Hólm og Katrín Halldóra Sigurðardóttir komin í sóttkví. Þau séu sem betur fer einkennalaus.

„Aðrir sem ég hitti á föstudaginn eru í smitgát. Allir neikvæðir að ég best veit. ATH: Þið sem komuð í útgáfuteitið á fimmtudag þurfið ekki að bregðast við. Rakningateymið dregur línuna við föstudagsmorgun. En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólusetja ykkur segi ég: Gerið það strax!“

Gísli Marteinn staðfestir að hann sé kominn í sóttkví á Twitter.

Sóli Hólm hefur einnig tjáð sig um málið á Twitter þar sem hann segir að kona hans, Viktoría Hermannsdóttir, hafi ákveðið að nýta vinnuafl hans til fulls á meðan hann dvelur í sóttkví.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“