fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Ölvuð ók rafskútu á lögreglubifreið – Stal 10 kílóum af smjöri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 05:54

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrsta tímanum í nótt var ung kona handtekin eftir að hún ók rafskútu á móti umferð á akbraut. Hún ók á lögreglubifreið. Ökumaður lögreglubifreiðarinnar stöðvaði lögreglubifreiðina þegar hann sá konuna koma akandi og ók hún síðan á kyrrstæða lögreglubifreiðina. Engin slys urðu á fólki en lögreglubifreiðin skemmdist. Konan var færð til blóðsýnatöku og síðan látin laus.

Fjórir ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum og einn án ökuréttinda.

Einn var kærður fyrir akstur á móti rauðu ljósi í Háaleitis- og Bústaðahverfi síðdegis í gær. ökumaðurinn neitaði sök en myndbandsupptaka er til af meintu broti hans.

Síðdegis í gær var maður staðinn að þjófnaði úr verslun í Hafnarfirði. Hann hafði komið vörunum fyrir í bifreið vinar síns sem sagðist ekki hafa vitað að þær voru illa fengnar. Vörunum var skilað og skýrsla skrifuð um málið.

Á áttunda tímanum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Kópavogi. Þar hafði maður verið stöðvaður þegar hann yfirgaf verslunina með 20 stykki af 500 gr. smjöri eða samtals 10 kíló. Hann hafði sett smjörið í bakpoka sinn. Verðmæti þeirra er 11.920 krónur.

Klukkan fjögur í nótt var ofurölvi maður handtekinn í verslun í Hlíðahverfi. Hann er grunaður um þjófnað en hann var búinn að taka vörur og stinga inn á sig. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Grafarvogi var ofurölvi maður handtekinn á veitingastað á áttunda tímanum. Hann var ógnandi og fór inn í eldhús staðarins. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns