fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Ölvuð ók rafskútu á lögreglubifreið – Stal 10 kílóum af smjöri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 05:54

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrsta tímanum í nótt var ung kona handtekin eftir að hún ók rafskútu á móti umferð á akbraut. Hún ók á lögreglubifreið. Ökumaður lögreglubifreiðarinnar stöðvaði lögreglubifreiðina þegar hann sá konuna koma akandi og ók hún síðan á kyrrstæða lögreglubifreiðina. Engin slys urðu á fólki en lögreglubifreiðin skemmdist. Konan var færð til blóðsýnatöku og síðan látin laus.

Fjórir ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum og einn án ökuréttinda.

Einn var kærður fyrir akstur á móti rauðu ljósi í Háaleitis- og Bústaðahverfi síðdegis í gær. ökumaðurinn neitaði sök en myndbandsupptaka er til af meintu broti hans.

Síðdegis í gær var maður staðinn að þjófnaði úr verslun í Hafnarfirði. Hann hafði komið vörunum fyrir í bifreið vinar síns sem sagðist ekki hafa vitað að þær voru illa fengnar. Vörunum var skilað og skýrsla skrifuð um málið.

Á áttunda tímanum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Kópavogi. Þar hafði maður verið stöðvaður þegar hann yfirgaf verslunina með 20 stykki af 500 gr. smjöri eða samtals 10 kíló. Hann hafði sett smjörið í bakpoka sinn. Verðmæti þeirra er 11.920 krónur.

Klukkan fjögur í nótt var ofurölvi maður handtekinn í verslun í Hlíðahverfi. Hann er grunaður um þjófnað en hann var búinn að taka vörur og stinga inn á sig. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Grafarvogi var ofurölvi maður handtekinn á veitingastað á áttunda tímanum. Hann var ógnandi og fór inn í eldhús staðarins. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki
Fréttir
Í gær

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Í gær

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“
Fréttir
Í gær

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“
Fréttir
Í gær

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“
Fréttir
Í gær

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ