fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Undankeppni HM: Frábær sigur Íslands á Tékkum

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 22. október 2021 20:41

Mynd/KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið vann frábæran sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld.

Ísland byrjaði leikinn vel og komst yfir á 12. mínútu. Þá átti Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sendingu fyrir mark Tékka. Berglind Björg Þorvaldsdóttir náði að setja fótinn í boltann og þaðan fór hann í stöngina og í Barbora Votikova, markvörð gestanna, og inn.

Tékkland sótti í sig veðrið næstu mínútur eftir markið en tókst ekki að ógna almennilega. Staðan í hálfleik var 1-0 eftir fínasta fyrri hálfleik hjá íslenska liðinu.

Ísland byrjaði seinni hálfleikinn einnig af krafti. Dagný Brynjarsdóttir tvöfaldaði forystuna á 58. mínútu. Þá skoraði hún með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Hallberu Guðnýu Gísladóttur.

Gestirnir komu sér betur inn í leikinn eftir markið og ógnuðu fram á við. Það var hins vegar Ísland sem skoraði næsta mark. Það gerði Svava Rós Guðmundsdóttir. Guðný Árnadóttir átti þá fyrirgjöf sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom á Svövu sem skoraði.

Gunnhildur skoraði svo fjórða markið. Það gerði hún eftir sendingu frá Guðnýu.

Lokatölur 4-0. Frábær sigur Íslands. Liðið er nú með 3 stig eftir tvo leiki í riðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins
433Sport
Í gær

Pabbi leikmannsins ekki hrifinn af stöðunni í London – ,,Snýst um peninga“

Pabbi leikmannsins ekki hrifinn af stöðunni í London – ,,Snýst um peninga“
433Sport
Í gær

Sá síðasti sem þú bjóst við í þessu hlutverki: Er óvænt aðdáandi og ákvað að slá til – Sjáðu myndbandið sem gladdi marga

Sá síðasti sem þú bjóst við í þessu hlutverki: Er óvænt aðdáandi og ákvað að slá til – Sjáðu myndbandið sem gladdi marga
433Sport
Í gær

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu
433Sport
Í gær

United ætlar að taka Greenwood aftur ef þetta gerist ekki

United ætlar að taka Greenwood aftur ef þetta gerist ekki