fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Lögreglan tjáir sig um mál Gylfa – Verður laus fram á næsta ár

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 11:13

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, verður áfram laus gegn tryggingu til 16. janúar 2022. Þetta segir talskona lögreglunnar í Manchester í samtali við RÚV

Gylfi er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn þann 16. júlí síðastliðinn.

Gylfi Þór hefur verið laus gegn tryggingu í tæpa þrjá mánuði. Honum var sleppt úr haldi fljótlega eftir handtökuna og hefur síðan verið laus gegn tryggingu.

Að lokinni rannsókn tekur lögregla ákvörðun um hvort málið verði fellt niður eða ákæra verði gefinn út.

Gylfi er í hópi bestu knattspyrnumanna í sögu Íslands en afrek hans með landsliðinu höfðu skrifað hann í sögubækurnar. Hann er samningsbundinn Everton á Englandi en félagið setti hann í leyfi á meðan rannsókn málsins er í gangi. Samningur Gylfa við Everton rennur út næsta sumar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarliðin í stórleik kvöldsins – Lítið kemur á óvart

Byrjunarliðin í stórleik kvöldsins – Lítið kemur á óvart
433Sport
Í gær

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“
433Sport
Í gær

Mun láta Mbappe finna fyrir því – ,,Ég þruma hann niður“

Mun láta Mbappe finna fyrir því – ,,Ég þruma hann niður“