fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Leikmaður Manchester United varð fyrir barðinu á kynþáttaníði

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 11:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Elanga, leikmaður Manchester United og sænska undir 21 árs landsliðsins varð fyrir kynþáttaníði frá andstæðingi sínum  í ítalska undir 21 árs landsliðinu í gær. Ekki er greint frá því um hvaða leikmann í ítalska liðinu ræðir.

Sænska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem að segir að Elanga hafa tilkynnt atvikið eftir leik.

„Við höfum sagt frá okkar upplifun af atvikinu og skilað inn bæði munnlegri og skriflegri skýrslu til dómara leiksins og eftirlitsmanna á vellinum,“ greindi Claes Eriksson, þjálfari undir 21 árs landsliðs Svíþjóðar frá.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en jöfnunarmark Svíþjóðar kom á lokamínútum leiksins.

„Enginn ætti að þurfa upplifa kynþáttaníð, þetta er óásættanlegt og við stöndum þétt við bakið á Anthony í gegnum þetta,“ sagði Eriksson.

Anthony Elanga spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Manchester United á síðasta tímabili og hefur komið við sögu í einum leik á þessum tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fréttin um Jesus var falsfrétt

Fréttin um Jesus var falsfrétt
433Sport
Í gær

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks