fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Arnar í myndlíkingum: Þrír mánuðir eða þrjú ár – „Segir ekkert til um hversu gott hjónabandið verður“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. október 2021 13:25

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Birkir er hérna sem fyrirliði en ekki kominn með bandið, hann fær það á morgun,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands á fréttamannafundi í dag. Birkir Bjarnason verður fyrirliði liðsins gegn Armeníu í undankeppni HM á morgun.

Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson verða ekki með á morgun vegna meiðsla. „Það voru allir með á æfingu í dag, við höfum þurft að fara varlega með Andra Lucas og Andra Fannar. Þeir eru í sér prógrami, við ætlum að fara varlega með þá. Ólíklegt að þeir taki þátt á morgun en horfum meira til mánudagsins með þá. Allir aðrir eru fit,“ sagði Arnar en liðið leikur aftur á mánudag geng Liechtenstein.

Ísland er með fjögur stig eftir sex leiki í undankeppni HM en liðið tapaði á útivelli gegn Armeníu. „Ég held að lærdómurinn af Armeníu leiknum úti sá stærsti lærdómurinn hingað til í riðlinum. Við töpum þeim leik, við sögðum eftir leik að þetta var ekki leikur sem við þurftum að tapa. Við fengum færi, þetta var lokaður leikur. Þeir eru þéttir og skipulagðir, yfirleitt spila þeir 4-4-2. Þetta verður mjög líklega lokaður leikur, það verður mikilvægt fyrir okkur að skynja augnablikin hvenær á að sækja og verjast. Það er stutt á milli í þessum A-landsliðs fótbolta, tvö jafntefli til viðbótar hefði sett okkur í ákjósanlega stöðu. Birkir og þeir eldri þekkja það mjög vel, það er nánast bannað að gefa andstæðingunum eitthvað. Það er stutt á milli, við fáum alltaf okkar færi. Hvort sem það er gegn Þýskalandi eða Liechtenstein. Þeir yngri þurfa að læra mjög hratt, þetta ræðst á smáatriðum. ÞVí fyrr sem við lærum það, því fyrr byrjum við að taka stig.“

Segir ekkert til um hjónabandið:

Níu leikmenn úr byrjunarliði Íslands fyrir ári síðan eru horfnir á braut, nokkrir til frambúðar en einhverjir gætu snúið aftur.

„Það er svolítið erfitt að svara nákvæmlega hvað það tekur langan tíma að búa til liðið, þetta fer rosalega mikið eftir því hversu fljótt þessir yngri og óreyndari taki skrefin. Þeir þurfa að taka öll skrefin til að verða fullorðnir A-landsliðsmenn. Þau skref eru ekki bara tekinn í landsliði, heldur í félagsliði líka,“ sagði Arnar Þór.

Ljóst er að verkefnið að búa til nýtt lið getur tekið tíma en Arnar vonar að það gerist eins fljótt og hægt er.

„Fólk má ekki misskilja mig þegar ég segi að úrslit séu ekki mikilvæg, það hata allir að tapa. Það sem ég er að útskýra til að komast aftur á þann stað sem við vorum á 2016. Þar sem við förum í gegnum lokakeppni á EM, við byrjuðum með sama liðið í öllum leikjum. Þetta er langt ferðalag að komast þangað. Við viljum fara þangað, að ég sé ekki alltaf að taka inn tvo nýja í hvern hóp. Þú ert alltaf að byrja á A, en ekki fara á B eða C. Það er mikilvægt að mynda lið og tengingar. Að ungir leikmenn taki skref sem fyrst. Það eru ekki allir sem biðja konunnar sinnar eftir þrjá mánuði, sumir bíða í þrjú ár. Það segir ekkert til um hversu gott hjónabandið verður, við vinnum eins hratt og við getum.“

„Það vita allir í landinu að þetta er langtíma verkefni. Ég er þjálfarinn, ef ég myndi halda að það sem þjálfari að þú getir falið að þú sért að þróa lið í sjö ár. Fótbolti virkar ekki, ég á mína yfirmenn sem taka sínar ákvarðanir. Ég get bara unnið mína vinnu, vinna sem best með leikmönnum, starfsfólki KSí og stjórninni. Ég þarf líka að skila úrslitum, ef að það er einhver sem býst við að nýtt lið sé tilbúið í lok árs. Þá væri það ósanngjarnt að mínu mati.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birti mynd af svimandi háum reikningi fyrir „hefðbundnum fjölskyldukvöldverði“

Birti mynd af svimandi háum reikningi fyrir „hefðbundnum fjölskyldukvöldverði“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ajax setur það í forgang að ráða Ten Hag aftur til starfa í sumar

Ajax setur það í forgang að ráða Ten Hag aftur til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans
433Sport
Í gær

Guðmundur Baldvin hetja Stjörnunnar í uppbótartíma

Guðmundur Baldvin hetja Stjörnunnar í uppbótartíma