fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Markús Sigurbjörnsson útnefndur heiðursdoktor við lagadeild HÍ

Eyjan
Miðvikudaginn 6. október 2021 08:52

Markús Sigurbjörnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markús Sigurbjörnsson fyrrverandi prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands, hæstaréttardómari og forseti Hæstaréttar, verður útnefndur heiðursdoktor við lagadeild HÍ við athöfn sem fer fram í Hátíðasal HÍ kl.16.00 í dag.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Háskólanum þar sem farið er yfir starfsferil Markúsar.

Markús var stundakennari og síðar prófessor í réttarfari frá 1988 til 1994. Markús átti afgerandi þátt í mótun og framkvæmd þeirra breytinga sem voru gerðar á íslenskri dómstólaskipan og réttarfari sem komust á um mitt ár 1992. Samdi hann fjölda frumvarpa til nýrra laga á sviði réttarfars sem hafa síðan verið undirstaða réttarfarslöggjafar í landinu.

Markús var skipaður hæstaréttardómari 1. júlí 1994 og gegndi því starfi allt þar til hann lét af störfum 30. september 2019 eða í rúmlega aldarfjórðung. Hann var varaforseti Hæstaréttar 2002 til 2003, forseti réttarins 2004 til 2005 og aftur um fimm ára skeið 2012 til 2016. Áhrif Markúsar Sigurbjörnssonar á starfsemi Hæstaréttar og íslenska lögfræði eru tvímælalaus. Frá því að Markús var skipaður hæstaréttardómari hefur hann gegnt starfi prófdómara við Lagadeild á nokkrum réttarsviðum en þó einkum á sviði réttarfars.

Í tilkynningunni kemur fram að það þyki einkar vel við hæfi að Markús verði heiðursdoktor í tengslum við 100 ára afmæli Hæstaréttar og 110 ára afmæli Háskóla Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast