fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Tókust á um krúttkörfu Framsóknarflokksins í Hafnarfirði – Sóun á skattfé segir minnihlutinn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. september 2021 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar heimilaði á fundi sínum gær að  gefa nýfæddum Hafnfirðingum á næsta ári sérstaka gjöf frá bænum. Áætlanir gera ráð fyrir að um 350 nýburar og fjölskyldur þeirra muni fá gjöfina á næsta ári og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn nemi um 5 milljónum króna. Talsmenn minnihlutans í Hafnarfirði studdu ekki tillöguna og létu færa til bókar að um sóun á skattfé væri að ræða.

Á fundi bæjarstjórnar í gær var verkefnið kynnt fyrir bæjarstjórn. Þar kemur fram að gjöfin muni kallast Krúttkarfan og muni innihalda nokkrar gjafir til nýbura og fjölskyldna þeirra.

Mun karfan innihalda fatnað frá MÓI (heilgalla, húfu, smekk og sokka að verðmæti 7.976 krónur), tvær barnabækur frá Forlaginu (að verðmæti 3.793 krónur)  og krúttbangsa frá Skjaldbökunnu (að verðmæti 1.590 krónur). Við þetta bætist umbúðargjald (490 krónur), póstkort (290 krónur) og skilaboð og heilræði (650 krónur).

Krúttbangsi frá Skjaldbökunni
Galli og fylgihlutir frá MÓI
Bækur frá Forlaginu

 

Í heildina mun því Krúttkarfan kosta 14.789 krónur og heildarverðið verður því um 5,2 milljónir króna. Þá kemur fram að nýbakaðir foreldrar muni fá gjöfina afhenda á Bókasafni Hafnarfjarðar og verður verkefnuð reglulega kynnt á samfélagsmiðlum bæjarins.

Í fundargerð bæjarstjórnar kemur fram að málið sé eitt af kosningarloforðum Framsóknarflokksins og að fulltrúar minnihluta Samfylkingar, Viðreisnar og Miðflokks þyki lítið til þess koma. Fulltrúarnir létu bóka að þau myndu ekki styðja afgreiðslu málsins.

„Markmið verkefnisins eru óljós og undirrituð telja að hægt væri að nýta fjármuni bæjarbúa mun betur og með skilvirkari hætti í þágu barnafjölskyldna í bænum,“ segir í bókun minnihlutans.

Eini bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins er hinn nýkjörni þingmaður Ágúst Bjarni Garðarsson, sem jafnframt er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Kemur fram í áðurnefndri fundargerð að hann hafi verið í forsvari fyrir afgreiðslu málsins og veitt ítrekuð andsvör við mótbárum fulltrúa minnihlutans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september
Fréttir
Í gær

Miðflokkurinn rekinn með 133 milljón króna halla á síðasta ári

Miðflokkurinn rekinn með 133 milljón króna halla á síðasta ári
Fréttir
Í gær

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn
Fréttir
Í gær

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Í gær

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“