fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Arnar eftir leik: ,,Við erum ekki bara búnir að vinna hug og hjörtu Víkinga heldur allra landsmanna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 25. september 2021 16:28

Arnar gerði frábæra hluti í Víkinni. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var eðlilega glaður í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik gegn Leikni í dag. Víkingur vann leikinn og er þar með orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 30 ár.

,,Þetta var magnaður fyrri hálfleikur. Um leið og við komum til leiks voru allir fókuseraðir. Seinni hálfleikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir fegurð. Frábær varnarleikur í seinni hálfleik líka og þeir fengu varla færi,“ sagði Arnar eftir leik.

Víkingar fóru með 2-0 forystu inn í hálfleik. Arnar segir að liðið hafi þurft að koma saman inni í klefa og róa sig aðeins.

,,Það var magnþrungið tilfinningamóment inni í klefa í hálfleik. Við þurftum aðeins að róa okkur niður og klára málið.“

,,Þetta er búið að vera geggjaður hópur og við fundum það fyrir leikinn, stemmningin og einbeitingin, Fyrsta flokks frammistaða frá A-Ö.“

,,Þetta er búið að vera ótrúlegt sumar. Við erum ekki bara búnir að vinna hug og hjörtu Víkinga heldur allra landsmanna.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United