fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Hjörvar um Arnar: ,,Átti aldrei að labba um atvinnulaus“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 19:00

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, hrósaði Arnari Grétarssyni, þjálfara KA, í hástert í nýjasta þætti sínum.

Arnar tók við KA um miðjan júlí í fyrra. Þá var liðið aðeins með 4 stig eftir sex umferðir í Pepsi Max-deild karla. Undir hans stjórn endaði KA í sjöunda sæti deildarinnar.

Í ár hefur gengi Akureyringa verið frábært. Liðið er í þriðja sæti með 39 stig þegar ein umferð er eftir.

Arnar var látinn fara frá Breiðabliki árið 2017. Næsta starf hans í þjálfun var hjá Roeselare í Belgíu árið 2019. KA fékk hann svo til sín í fyrra, 2020.

Hjörvar er hissa á því að eins stór biti og Arnar hafi verið laus eins lengi og raun bar vitni.

,,Arnar Grétarsson er búinn að gera meiriháttar hluti fyrir norðan og verður ábyggilega eftirsóttur. Arnar Grétarsson átti aldrei að labba um atvinnulaus þjálfari í 1-2 ár,“ sagði Hjörvar í þættinum.

,,Það er ánægjulegt að fá hann aftur, hann er hörku, hörku þjálfari,“ bætti hann við.

KA fær FH í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Vinni liðið þann leik gulltryggir það sér þriðja sætið.

Arnar Grétarsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins
433Sport
Fyrir 3 dögum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 3 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak