fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Jón Rúnar verulega ósáttur með Sigurð G Guðjónsson

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 14:00

Jón Rúnar til hægri. © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Rúnar Halldórsson Fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH er ósáttur með þann málflutning að Íslenskur toppfótbolti hafi nýtt tækifærið til að koma Guðna Bergssyni og stjórn KSÍ frá völdum. Jón ræddi málið á Bylgjunni í morgun.

ÍTF setti mikinn þunga á það að stjórn KSÍ segði af sér vegna ásakana um að sambandið væri að hylma yfir meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Degi áður hafði Guðni Bergsson formaður sagt starfi sínu lausu. Stjórnin sagði svo af sér vegna áhlaups frá ÍTF.

Lögmaðurinn Sigurður G Guðjónsson er einn þeirra sem hefur talað um að ÍTF hefði látið til skara skríða. „Það er barátta um peninga í KSÍ. Hverjir fóru fastast á eftir formanninum og stjórn í þessu máli? Það eru formenn Toppfótbolta, þeir sem hafa viljað soga peningana út úr KSÍ. Til að KSÍ hafi minni peninga í unglingastarf og kvennastarf. Þessi samtök voru stofnuð til höfuðs stjórnar KSÍ sem sér um að dreifa fjármunum í hreyfinguna. Það fé er bundið skilmálum,“ sagði Sigurður Guðni á sínum tíma.

Jón Rúnar svaraði þessu á Bylgjunni.  „Það var talað um að hagmunafélagsskapur sem heitir Íslenskur Toppfótbolti. Það hefur farið svolítið fyrir því núna að þessi félagsskapur, sem samanstendur vísu af 27 félögum, félög í efstu deild karla og kvenna og í Lengjudeild karla. Þessi félög telja samtals yfir áttatíu prósent iðkenda í þessu landi. Að þessi félagsskapur væri mættur á staðinn til þess að ræna völdum,“ sagði Jón Rúnar.

Jón Rúnar segir það einkenna umræðuna að það sé leitað að sökudólgum. „Þetta er svolítið einkennandi fyrir þetta allt saman. Það er svo stutt í það að að verði leitað að að einhverjum eða einhverju sem er einhvers konar sökudólgur eða valdur að einhverju. Þetta er svo langt frá því að vera hið sanna. Ég skal alveg taka undir það að sá sem hér situr að hann fór fyrir þessari knattspyrnudeild í ansi mörg ár. Ég held að það viti það allir sem að þessu hafa komið að hann fór fyrir henni og það fór oft á tíðum ekki lítið fyrir honum. Ég er að tala um sjálfan mig en ég held að hreyfingin sem slík virði það í hljóði,“ sagði Jón Rúnar.

„Í þessu tilfelli er það alveg klárt að þarna eru forvígismenn 27 félaga og þarna kemur upp mjög alvarlegt ástand og alvarlegt mál. Menn álykta það að til þess að axla ábyrgð að þá sé óskað eftir aukaþingi og á þessu aukaþingi geti menn þá, þeir sem það vilja, fengið endurnýjað umboð sitt. Það er það sem menn sáu fyrir sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen