fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Ótrúleg dramatík – Víkingur á toppinn er Breiðablik tapaði í Kaplakrika

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 19. september 2021 18:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í næstsíðustu umferð Pepsi Max deildar karla. Breiðablik tapaði gegn FH en Víkingar unnu KR og komu sér þar með í toppsæti deildarinnar.

FH tók á móti Breiðablik í Kaplakrika. Blikar vorum heillum horfnir í fyrri hálfleik og náði liðið ekkert að skapa sér sóknarlega. Leikmenn FH lágu til baka og voru skipulagðir í sínum aðgerðum og áttu hættulegri færi en Blikar. Pétur Viðarsson kom FH yfir undir lok seinni hálfleiks eftir hornspyrnu.

Blikar fengu frábært tækifæri til að jafna leikinn á 77. mínútu er þeir fengu vítaspyrnu. Árni Vill fór á punktinn en skaut hátt yfir. 1-0 sigur FH því staðreynd og titillinn ekki lengur í höndum Blika.

FH 1 – 0 Breiðablik
1-0 Pétur Viðarsson (´38)

KR tók á móti Víkingum á Meistaravöllum. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir strax á 9. mínútu með skalla eftir frábæran bolta frá Kennie Chopart. Atli Barkarson jafnaði metin stuttu síðar með frábæru skoti. Víkingar sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og uppskáru á 87. mínútu er Helgi Guðjónsson kom knettinum í netið. Ótrúleg dramatík var undir lok leiks en KR fékk vítaspyrnu og þá varð allt brjálað og Kjartan Henry Finnbogason sá rautt. Pálmi Rafn tók spyrnuna en lét Ingvar Jónsson verja frá sér og mikil fagnaðarlæti brutust út hjá Víkingum.

Víkingur fer því á topp deildarinnar og vinni þeir næsta leik þá eru þeir Íslandsmeistarar.

KR 1 – 2 Víkingur
1-0 Kjartan Henry Finnbogason (´9)
1-1 Atli Barkarson (´16)
1-2 Helgi Guðjónsson (´87)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Í gær

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 3 dögum

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Fyrir 3 dögum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik