fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Enski boltinn: De Gea hetja Manchester United – Leicester tókst ekki að jafna gegn Brighton

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 19. september 2021 14:56

Christiano Ronaldo / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Manchester United kom til baka gegn West Ham og sigraði og Brighton hafði betur gegn Leicester.

West Ham tók á móti Manchester United á London Stadium. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en Benrahma kom West Ham yfir þegar hálftími var liðinn af leiknum. Ronaldo jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar en hann var ansi hættulegur í leiknum og ógnaði mikið. Lokamínúturnar í leiknum voru ótrúlegar en Lingard kom gestunum yfir undir lok leiks með frábæru marki en hann var nýkominn inn á. West Ham fékk vítaspyrnu í uppbótartíma og var Mark Noble skipt inn á til að taka spyrnuna en David de Gea varði spyrnuna og tryggði Manchester United þrjú stig.

West Ham 1 – 2 Manchester United
1-0 S. Benrahma (´30)
1-1 C. Ronaldo (´35)
1-2 J. Lingard (´89)

Þá tók Brighton á móti Leicester. Brighton var miklu betra liðið í fyrri hálfleik og litu leikmenn Leicester út fyrir að vera þreyttir en þeir spiluðu í Evrópudeildinni á fimmtudag. Maupay kom Brighton yfir á 35. mínútu úr vítaspyrnu. Danny Welbeck tvöfaldaði forystu heimamanna snemma í seinni hálfleik með skalla.

Jamie Vardy minnkaði muninn rúmum tíu mínútum síðar eftir frábæran bolta frá Tielemans. Lookman jafnaði stuttu síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu á Harvey Barnes. Ndidi kom boltanum í netið undir lok leiks en markið var aftur dæmt af vegna rangstöðu á Barnes. Lokatölur því 2-1 fyri Brighton.

Brighton 2 – 1 Leicester
1-0 N. Maupay (´35)
2-0 D. Welbeck (´50)
2-1 J. Vardy (´61)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“