fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Stuðningmenn City vilja að Guardiola hætti vælinu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. september 2021 11:14

Guardiola / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester City vilja að Pep Guardiola fari að halda kjafti þegar kemur að því að kvarta undan lélegri mætingu á Ethiad völlinn.

Vandræði Manchester City í að fá fólk á leiki sína heldur áfram og þá sérstaklega í Meistaradeildinni. Liðið vann Leipzig í fyrradag en 17 þúsund auð sæti voru á vellinum. 38 þúsund áhorfendur voru mættir á Ethiad völlinn sem tekur 55 þúsund í sæti. City vann 6-3 sigur og því fékk fólk mikið fyrir peninginn. „Í síðustu þremur heimaleikjum höfum við skorað 16 mörk, ég myndi vilja sjá fleiri mæta á laugardag,“ sagði Guardiola.

City á heimaleik gegn Southampton á laugardag en í minni leikjunum hefur City átt í vandræðum með að fylla kofann. „Við þurfum fólkið, gerið það fyrir mig að mæta. Við verðum þreyttir, ég veit að lið undir stjórn Hasenhuttl eru erfið við að eiga. Þeir eru hættulegir, ég bið því alla um að koma og horfa á leikinn.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guardiola tuðar yfir því hversu illa stuðningsmenn City mæta á völlinn.

„Pep er líklega með 300 þúsund pund á viku, hann gæti keypt miða fyrir alla og fyllt sætin ef peningar skipta hann ekki máli. Heldur hann að fólk mæti á völlinn á laugardag út af þessum ummælum?,“ sagði Kevin Parker sem er yfir stuðningsmannaklúbbi City.

„Pep veit það að þetta er bara neikvætt í garð okkar sem mætum á völlinn, þetta er vatn á myllu andstæðinga okkar sem tala alltaf um Empty-had.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann