fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Arnór Borg Guðjohnsen og lykilmaður Fram á leið í Víking?

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 20:00

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavík, segist í samtali við mbl.is vera vongóður um að ná að semja við Arnór Borg Guðjohnsen, sóknarmann Fylkis.

Samningur hins 21 árs gamla Arnórs við Fylki rennur út í lok tímabils. Hann hefur komið við sögu í 11 leikjum liðsins í Pepsi Max-deildinni á þessari leiktíð.

Þá sagði Arnar í samtali við Fótbolta.net að Víkingur vonaðist einnig til að fá Kyle McLagan. Sá hefur verið lykilmaður í vörn Fram í Lengjudeildinni í ár. Framarar hafa rúllað deildinni upp og eru langefstir þegar ein umferð er óleikin.

„Vonandi náum við að semja við hann. Það eru einn til tveir aðrir sem eru líklegir til að semja við okkur von bráðar. Það eru sterkir póstar að hverfa á braut í haust og við þurfum að vera einu til tveimur skrefum á undan hinum liðunum sem eru líka byrjuð að vakna til lífsins og styrkja sig,“ sagði Arnar við Fótbolta.net. Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason munu leggja skóna á hilluna í lok leiktíðar og þarf því að styrkja vörnina.

Víkingar eru í bullandi toppbaráttu í Pepsi Max-deildinni. Liðið er í öðru sæti, 2 stigum á eftir Breiðabliki þegar tvær umferðir eru eftir.

Þá eru Víkingar komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Þar verður andstæðingurinn Vestri á útivelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“