fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Evrópudeildin: Góð byrjun West Ham – Sjáðu öll úrslit kvöldsins hingað til

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 18:51

Michail Antonio fagnar marki sínu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta leikjum lauk fyrir stuttu í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

E-riðill

Galatasaray 1-0 Lazio

Galatasaray sigraði Lazio. Eina mark leiksins kom þegar Thomas Strakosha setti boltann í eigið net á 65. mínútu.

Lokomotiv 1-1 Marseille

Lokomotiv og Marseille gerðu 1-1 jafntefli í Rússlandi.

Gengiz Under kom gestunum yfir eftir tæpan klukkutíma leik með marki af vítapunktinum. Faustino Anjorin jafnaði fyrir Lokomotiv í lok leiks.

Skömmu fyrir mark Under fékk Nayair Tiknizyan, leikmaður heimamanna, rautt spjald.

F-riðill

Midtjylland 1-1 Ludogorets

Midtjylland og Ludogorets gerðu 1-1 jafntefli í Danmörku.

Gustav Isaksen kom heimamönnum yfir snemma leiks. Kiril Despodov jafnaði eftir rúman hálftíma.

Rauða Stjarnan 2-1 Braga

Rauða Stjarnan tók á móti Braga í Serbíu.

Mörkin létu bíða eftir sér. Milan Rodic kom heimamönnum yfir á 75. mínútu. Wenderson Galeno svaraði um hæl með jöfnunarmarki fyrir Braga.

Aleksandar Katai skoraði svo sigurmark Rauðu Stjörnunnar á 85. mínútu með marki af vítapunktinum.

G-riðill

Leverkusen 2-1 Ferencvaros

Leverkusen vann 2-1 sigur á Ferencvaros. Leikið var á heimavelli þeirra fyrrnefndu.

Ryan Mmaee kom gestunum yfir á 8. mínútu. Exequiel Palacios jafnaði metin hálftíma síðar.

Sigurmark leiksins skoraði Florian Wirtz fyrir Leverkusen á 69. mínútu.

Real Betis 4-3 Celtic

Real Betis tók á móti Celtic og sigraði í miklum markaleik.

Skotarnir komust í 0-2 á fyrsta hálftímanum með mörkum frá Albian Ajeti og Josip Juranovic, sem skoraði úr víti.

Fyrir hálfleik tókst Betis hins vegar að jafna með mörkum frá Juan Miranda og Juanmi.

Borja Iglesias kom Betis í 3-2 á 51. mínútu áður en Juanmi skoraði sitt annað mark og tvöfaldaði forystu þeirra stuttu síðar.

Anthony Ralston minnkaði muninn fyrir Celtic í 4-3 seint í leiknum.

H-riðill

Dinamo Zagreb 0-2 West Ham

West Ham vann góðan 0-2 útisigur á Dinamo Zagreb.

Michail Antonio kom þeim yfir á 21. mínútu eftir að hafa komist í boltann í kjölfar mistaka varnarmanns Dinamo.

Declan Rice gerði svo annað mark West Ham á 50. mínútu.

Rapid Wien 0-1 Genk

Genk vann Rapid Wien á útivelli.

Eina mark leiksins skoraði Paul Onuachu í blálokin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“