fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Mjólkurbikar karla: Keflavík í undanúrslit – Framlengt í Árbænum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 21:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavík er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir sigur á HK á útivelli í 8-liða úrslitum í kvöld.

Leikurinn var mjög fjörugur. Joey Gibbs kom Keflavík í 0-2 með mörkum með stuttu millibili. Hann kom þeim yfir á 13. mínútu og skoraði annað markið á 17. mínútu.

Stutt síðar minnkaði Birnir Snær Ingason muninn fyrir HK með marki af vítapunktinum.

Eftir rúman hálftíma leik hafði Gibbs fullkomnað þrennu sína. Stuttu síðar minnkaði Stefan Alexander Ljubicic muninn að nýju. Staðan í hálfleik var 2-3.

Ástbörn Þórðarson kom Keflavík í 2-4 eftir klukkutíma leik.

Stefan Alexander hélt HK á lífi með því að minnka muninn á 85. mínútu. Í blálokin innsiglaði Ari Stein Guðmundsson hins vegar 3-5 sigur Keflvíkinga.

Fylkir-Víkingur R.

Fylkir og Víkingur eigast við í þessum töluðu orðum. Sá leikur er einnig hluti af 8-liða úrslitunum.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en Víkingar eru nú komnir yfir þegar líður að hálfleik í framlengingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Age Hareide er látinn

Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu