fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Heyrðu lætin í Kópavogi þegar Árni kom Blikum á bragðið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti Val í sannkölluðum toppslag í efstu deild karla í fótbolta á laugardag. Leikið var á Kópavogsvelli. Það var nokkuð jafnt með liðunum framan af og markalaust í hálfleik.

Blikar fengu svo víti á 61. mínútu eftir mikið klúður í varnarleik Valsverja og Árni Vilhjálmsson fór á punktinn og skoraði örugglega fram hjá Hannesi í markinu. Blikar voru mikið sterkari aðilinn eftir að hafa komist í forystu og bættu við öðru marki tíu mínútum síðar þegar að Kristinn Steindórsson skoraði eftir góðan undirbúning frá Jasoni Daða.

Árni Vilhjálmsson kórónaði frábæra frammistöðu Breiðablik með öðru marki sínu í leiknum og þriðja marki Blika þegar að fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Þar við sat og lokatölur 3-0. Breiðablik situr nú á toppi deildarinnar með 44 stig þegar að tvær umferðir eru eftir. Víkingar eru í 2. sæti með 42 stig og KR í því 3. með 38 stig.

Daði Rafnsson þjálfari hjá HK býr rétt hjá Kópavogsvelli og tók upp myndskeið þegar Árni var á punktinum. Sjón er sögu ríkari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir Afríkukeppnina – United og Liverpool fá leikmenn sína snemma til baka

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir Afríkukeppnina – United og Liverpool fá leikmenn sína snemma til baka
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gerir ekki ráð fyrir öðru en Guehi fari frítt næsta sumar

Gerir ekki ráð fyrir öðru en Guehi fari frítt næsta sumar