fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Hollenski boltinn: Albert kom inn á sem varamaður í tapi

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 11. september 2021 20:58

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson byrjaði á varamannbekk AZ Alkmaar er liðið tók á móti PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

PSV hafði unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu en AZ Alkmaar hefur farið verr af stað og mætti í leikinn með þrjú stig.

PSV náði forystunni eftir tæpan 15 mínútna leik þegar að Olivier Boscagli skoraði eftir stoðsendingu frá Phillipp Mwene.

Pacal Jansen, þjálfari AZ, ákvað að henda Alberti inn á á 67. mínútu en PSV komst í 2-0 tveimur mínútum seinna með marki frá Yorbe Vertessen.

Jansen gerði fjórar skiptingar í viðbót áður en Ritsu Doan kom PSV í 3-0 eftir undirbúining Vertessen.

Lokatölur 3-0 og PSV á toppnum með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. AZ Alkmaar verður að bíða lengur eftir næsta sigri en liðið er í 13. sæti með þrjú stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starf Amorim ekki í hættu

Starf Amorim ekki í hættu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær