Mikel Arteta var klökkur eftir leik Arsenal og Norwich í dag. Arsenal bar sigur úr býtum 1-0 en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjunum án þess að skora mark.
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik.
„Ég verð að segja að þetta hafa líklega verið bestu 10-14 dagar sem ég hef upplifað í boltanum,“ sagði Arteta eftir leikinn.
Spánverjinn var undir pressu eftir slæmt gengi liðsins en hann var harður á því að félagið hafi staðið sig vel undafarnar tvær vikur og hjálpað sér að finna nýjan tilgang í starfinu.
„Maður verður að vinna fótboltaleiki en ég var glaður að sjá hvernig stemningin var á pöllunum. Ég var frekar klökkur að sjá það.
Ég held það sé erfitt fyrir fólk að sjá fótboltann þegar það bjóst við öðru, það vill fara í aðra átt – reyna að dreifa hatri eða eitthvað – en það var ekki þannig í dag.
Svo þakka ykkur kærlega fyrir.“