Víkingur tók á móti HK á Víkingsvelli í kvöld. Leiknum lauk með öruggum 3-0 sigri Víkinga.
Nikolaj Hansen braut ísinn fyrir Víkinga á 37. mínútu leiksins eftir frábæra stoðsendingu frá Pablo Punyed. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystu Víkinga á 58. mínútu og hann var aftur á ferðinni undir lok leiks þegar hann gulltryggði sanngjarnan sigur Víkinga.
Víkingur er í toppsætinu með 42 stig og HK er í 10. sæti með 17 stig, einu stigi frá fallsæti.
Víkingur 3 – 0 HK
1-0 Nikolaj Hansen (´37)
2-0 Erlingur Agnarsson (´58)
3-0 Erlingur Agnarsson (´80)