fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Arnar fór vel yfir tímabilið og lokasprettinn: Tvö atriði gert gæfumuninn frá því í fyrra – ,,Þá yrði ég mjög svekktur“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 11. september 2021 08:49

Arnar Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavík, fór yfir lokakaflann í Pepsi Max-deild karla í sjónvarpsþætti 433.is í vikunni. Arnar ræddi við Hörð Snævar Jónsson um tímabilið, möguleika síns liðs í toppbaráttunni og margt fleira.

,,Met þetta þannig að næsta umferð verði svakaleg“

Arnar telur mótið í sumar hafa verið heilt yfir mjög gott. Hann telur að næsta umferð gæti ráðið miklu upp á framhaldið.

,,Jú, klárlega. Mjög skemmtilegt mót. Það hafa nýjar blokkir komið inn í þetta, við, KA, og Breiðablik frábærir í sumar. Búnir að gera alvöru atlögu að titilinum, síðustu ár verið í öðru sæti en ekki gert neina alvöru atlögu að titlinum. Gömlu blokkirnar, KR, FH, Stjarnan, ákveðin vonbrigði þar miðað við hópa, mannskap og þjálfara. Þetta er búið að vera svolítið skemmtilegt twist í þessu móti fyrir hinn almenna áhugamann. Ég met þetta þannig að næsta umferð verði svakaleg. Það er náttúrulega Breiðablik-Valur og við á móti HK. Ég held að hver leikur núna verði bara úrslitaleikur, búið að vera hrikalega skemmtilegt mót.“

Tvö atriði gert gæfumuninn frá því í fyrra

Víkingar, undir stjórn Arnars, enduðu í tíunda sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Liðið vann aðeins þrjá leiki allt tímabilið. Nú er hann hins vegar með liðið í öðru sæti, 2 stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar þrjár umferðir eru óleiknar. Arnar segir breyttan varnarleik og meiri fjölbreytni í sóknarleik gera gæfumuninn.

,,Það er eiginlega tvennt, frábær varnarleikur, allt annar varnarleikur en síðustu tvö ár undir minni stjórn og miklu meiri fjölbreytni í okkar sóknarleik. Við getum skorað úr föstum leikatriðum, erum gríðarlega hættulegir í transition, þegar við tökum lágvörn og erum að breika. Við erum að skora fullt af flottum mörkum í öllum regnboganslitum,“ sagði Arnar og bætti við að færanýting liðsins sé mun betri en á síðustu leiktíð.

Framerjinn Nikolaj Hansen hefur stigið stórt skref upp á við í ár. Daninn hefur skorað 14 mörk í 18 leikjum í deildinni.

,,Það sjá eiginlega allir sem að hafa vit á fótbolta að hann er góður í fótbolta. Ég held að hann hafi bara þurft traust frá mér að hann sé númer eitt. Þér líður vel að vera númer eitt en annars þarftu líka að hafa skapgerð til að höndla það að vera númer eitt og bregðast við áskoruninni. Það er líka eitt hjá honum, hann er frábær varnarmaður. Hann hefur líka bara tekið sig á sjálfur, ég held að hann hafi langað að leggja virkilega á sig til að verða þessi sterki póstur,“ sagði Arnar um Hansen.

,,Held að sex stig séu ekki að fara að duga“

Arnar telur sitt lið þurfa fullt hús stiga úr síðustu þremur leikjum deildarinnar til þess að geta náð Breiðabliki og unnið mótið. Víkingar eiga eftir að mæta HK, KR og Leikni. Blikar eiga Val, FH og HK í lokaumferðunum.

,,Já, ég held það,“ sagði Arnar, spurður að því hvort hann haldi að fullt hús stiga þurfi til. ,,Ég held að á því runni sem að Breiðablik er á núna. Breiðablik var alltaf frábært lið en það var svolítið stutt í að þeir misstu trú á sjálfum sér. Ég held að þetta jafntefli á Meistaravöllum, þegar þeir jöfnuðu leikinn á móti KR, þá var eiginlega sú grýla að baki. Svo komu þessir Evrópuleikir þar sem þeir voru landinu þvílíkt til sóma. Þeir eru með miklu betri markatölu en við þannig ég held að sex stig séu ekki að fara að duga. En að því sögðu eiga þeir erfitt prógram eftir. Valur eru stoltir, miðað við umræðuna sem er búin að vera í gangi síðustu vikur, Heimir er ekkert að fara að láta Blika valta yfir sig.“

Arnar hrósaði Blikum í hástert. Mynd/Getty

,,Sjá það í hillingum að vera haldandi á allavega einum titli í lok tímabils“

Þeir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen, lykilmenn og reynsluboltar í liði Víkings, munu leggja skóna á hilluna að tímabili loknu. Arnar segir þá hafa gefið sér og liðinu ótrúlega mikið.

,,Það eru búin að vera forréttindi, bara ótrúlegt, þeir eru búnir að gefa þvílíkt af sér. Eina sem hefur verið pirrandi er að maður veit aldrei hvort þeir eru heilir eða ekki, sérstaklega Sölvi, hann á það til að meiðast í svefni. Ég hef nú bara áhyggjur af honum, hvernig hans skrokkur verður eftir að ferlinum lýkur. En þeir gefa mikið af sér, klúbbnum og mér líka, þeir eru bara algjörlega mínir menn og mínar raddir inni í búningsklefanum og þeir hafa algjörlega keypt það sem að við höfum verið að reyna að gera. Ég held að þeir séu það gíraðir í verkefnin núna síðustu þrjá leiki, og við erum líka áfram í bikar, þannig þeir einhvern veginn sjá það í hillingum að vera haldandi á allavega einum titli í lok tímabils. Þannig ég hef engar áhyggjur af þeim það sem eftir er af þessu móti.“

Það hefur vakið athygli í síðustu tveimur leikjum Víkings að Sölvi hefur brugðið sér í hlutverk bakvarðar. Arnar var spurður út í þetta.

,,Það voru umræður um þetta, meira að segja að Kári myndi taka þetta og Sölvi yrði í miðverði. En einhvern veginn var balance-inn þannig, líka í uppspili, að það væri betra að hafa Sölva þarna og Sölvi er bara betri fótboltamaður en margur gefur honum credit fyrir.“

Arnar segir bæði Sölva og Kára geta boðið höfuðið hátt vegna þess hversu mikið þeir hafa fært sínu heimafélagi. Hann sagði þá skemmtilega sögu af því þegar Kári var að fara að leika sinn fyrsta leik fyrir Víking eftir endurkomuna úr atvinnumennsku.

,,Hann sagði mér að hann hafi verið meira stressaður fyrir þeim leik þrátt fyrir að það hafi verið tíu manns og hundurinn þeirra á þeim leik versus 50 þúsund manns á móti Ronaldo. Það er bara öðruvísi þegar það er þinn klúbbur og þú vilt gera allt til að skilja vel við þann klúbb. Ég held, eins og klúbburinn er núna miðað við þegar Kári kemur og þegar Sölvi kemur, þá geta þeir borið höfuðið hátt.“

Víkingur varð bikarmeistari árið 2019. Mynd/Valli

Ásamt því að vera í harðri toppbaráttu í deildinni eru Víkingar komnir í 8-liða úrslit bikarsins. Arnar viðurkennir að hann yrði ansi svekktur með að ná ekki allavega inn einum titli í haust.

,,Þá yrði ég mjög svekktur. Ég held úr þessu, eftir Blika-leikinn þar sem við töpuðum honum, við erum búnir að gera okkar til að vinna mótið. Blikarnir eru bara búnir að gera enn betur. Þá bara tekurðu í höndina á þeim og óskar þeim til hamingju. Ef Breiðablik vinnur sína leiki þá eru þeir einfaldlega verðugir meistarar.“

Pottþétt áfram í Víkinni

Arnar sagði að lokum að hann yrði pottþétt áfram þjálfari Víkings á næstu leiktíð. Hann hafði til að mynda verið orðaður við FH. Stórt verkefni er framundan í Fossvoginum og kveðst Arnar spenntur fyrir því.

,,Það er pottþétt (að hann verði áfram). Það hafa margir réttlætanlega sagt það að þegar Kári og Sölvi fara þá er stórt skarð höggið í okkar leikmannahóp en ég lít á þetta sem challenge, það er challenge líka að fá nýjan hafsent inn í félagið, með Halla og búa til eitthvað nýtt. Eins og Víkingur er búinn að spila í sumar er ekki endanlega eins og ég vil sjá minn fullkomna fótbolta fyrir. Við höfum þurft að breyta ýmislegu varnarlega séð, tölurnar okkar hafa hríðlækkað í possesion og pressu og þess háttar og það var bara það sem þurfti að gera til að vinna leiki. Ég myndi segja að við séum samt með skemmtilegt lið. Það eru líka tækifæri þegar Kári og Sölvi hætta að finna aftur balance-inn, að geta pressað aðeins hærra upp, með hærri línu, ná aðeins betri tökum á possesion aftur.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Arnar í heild sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal vill verðlauna hann með nýjum samningi

Arsenal vill verðlauna hann með nýjum samningi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum