fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Viðskiptavinir Landsbankans í vandræðum vegna tvíbókaðra kortafærslna – „Ég er peningalaus í dag“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. september 2021 15:27

Mynd:DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsbankinn hefur tilkynnt um að dæmi séu um að greiðslukortafærslur hafi verið tvíbókaðar í dag. Unnið er að leiðréttingu og beðist velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Kona sem hafði samband við DV greindi frá því að há færsla hefði verið tvíbókuð hjá henni: „Sú færsla sem var tvítekin hjá mér var stærsta færsla mánaðarins, 158 þúsund kall. Fullt af öðrum færslum en stærsta færslan var tekin. Þetta þýðir það að ég er peningalaus í dag því þetta verður ekki leiðrétt fyrr en nótt,“ segir konan.

DV hefur fengið ábendingar um bæði háar og lágar tvíteknar kortafærslur og virðast tilviljanir ráða upphæðinni. Búast má við því að færslurnar verði bakfærðar í nótt. DV hafði samband við Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúa Landsbankans, sem segir:

„Vegna mistaka hjá þjónustuaðila lentu sumir viðskiptavinir Landsbankans í því að kortafærslur þeirra voru tvíbókaðar. Unnið er að leiðréttingu og er gert ráð fyrir að henni ljúki í kvöld eða í fyrramálið. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“