fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Atvinnuauglýsing á Facebook endaði með dómsmáli – Ferðaþjónustufyrirtæki tapaði fyrir starfsmanni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. september 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness kvað í dag upp dóm í máli sem höfðað var á hendur ferðaþjónustufyrirtækinu Vacation in Iceland ehf. vegna vangoldinna launa starfsmanns.

Sumarið 2018 birtist auglýsing í Facebook-hópnum Vinna með litlum fyrirvara VMLF þar sem óskað var eftir manneskju í þrif 2-3 daga í viku í Grímsnesi. Kona ein svaraði auglýsingunni og í kjölfar þess urðu viðamikil samskipti á Messenger á milli hennar og forsvarsfólks Vacation in Iceland ehf um þrif á sumarbústöðum í Grímsnesi og ýmis önnur tengd verkefni, varðandi umhirðu bústaðanna og samskipti við leigutaka þeirra.

Messenger-samskiptin voru lögð fram sem gögn fyrir dómi og kemur þar fram að þurft hefði að ýta nokkuð á eftir launagreiðslum. Þegar upp var staðið taldi starfsmaðurinn sig eiga vangoldin laun upp á um 1,2 milljónir króna og stefndi fyrirtækinu til greiðslu þeirrar skuldar.

Ekki var gerður ráðningarsamningur við manninn en samskiptin á Messenger voru lögð fram til sönnunar um vinnusamband hans við Vacation in Iceland.

Ágreiningurinn snerist að hluta um laun í uppsagnarfresti en Vacation in Iceland hafnaði því að um vinnulaunamál væri að ræða sem fæli í sér uppsagnarfrest. Þá hafnaði fyritækið ýmsum fullyrðingum um vinnuframlag annað en það sem sneri að ræstingunum.

Eiginmaður konunnar sem hafði svarað auglýsingunni VMLF innti verkefnin af hendi en Vacation in Iceland kannaðist ekki við hann sem starfsmann og hafnaði kröfunni meðal annars á þeim forsendum. Um málsástæður og lagarök stefnda í málinu, Vacation in Iceland, segir meðal annars í texta dómsins:

„Stefndi mótmælir sem órökstuddum, ósönnuðum og röngum staðhæfingum stefnanda um umfangsmikla vinnu stefnanda í þágu stefnda. Ekkert vinnuréttarsamband hafi verið milli aðila, vinnuframlag stefnanda sé með öllu ósannað og stefndi hafi ekki lagt fram neina reikninga vegna vinnu sinnar heldur aðeins einhliða og ósamþykktar tímaskýrslur. Þar sem stefnandi hafi ekki tryggt sér sönnun um vinnuframlag sitt í þágu stefnda sé óhjákvæmilegt að sýkna stefnda af kröfum stefnanda.“

Héraðsdómur féllst að töluverðu leyti á kröfur stefnanda og var það ekki síst byggt á upplýsingum um vinnuframlag sem Messenger-samskiptin afhjúpuðu. Var Vacation in Iceland dæmt til að greiða manninum 756.360 þúsund krónur ásamt dráttarvöxtum, sem og eina milljón króna í málskostnað. Því var hins vegar hafnað að maðurinn ætti inni laun í uppsagnarfresti þar sem Messenger-samskiptin vitnuðu um að starfslokin hefðu verið samkvæmt gagnkvæmu samkomulagi en manninum hefði ekki verið sagt upp.

Dóminn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns