fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Íslenskur karlmaður greinir frá heimilisofbeldi – „Ertu algjör aumingi, læturðu konu berja þig?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 7. september 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður steig fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun og greindi frá reynslu sinni af heimilisofbeldi. Hann kveðst stíga fram í ljósu umræðunnar undanfarið sem hann telur vera bjagaða og sýna aðeins annað sjónarhornið. Segir hann rannsóknir benda til þess að karlmenn séu jafn líklegir til að lenda í heimilisofbeldi og konur.

Herraklipping

„Ég hef þá sögu að ég bjó í stormasömu sambandi þar sem mér fannst ég stöðugt þurfa að standa upp fyrir sjálfum mér, halda haus,“ segir maðurinn. Hann segir að fyrrverandi kona hans hafi beitt hann bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi sem náði hámarki dag einn etir að hann neitaði að gangast undir ófrjósemisaðgerð.

„Það var þannig að hún ákvað að hætta á getnaðarvörn og vildi að ég færi í svokallaða herraklippingu,“ segir maðurinn. Segir hann að hann hafi ekki verið hrifinn af þeirri hugmynd.

„Þetta kom svona sem hálfgerð skipun, tilfinningin sem ég fékk, hafandi verið í sveit og upplifað það hvernig hestar voru geldir og hundar jafnvel líka til þess að gera þá viðráðanlegri, og það bara hreinlega mín tilfinning þó að þetta sé ekki svona,“ segir maðurinn. Hann ákvað því að neita og við það reiddist kona hans og réðst á hann.

Hræddur

„Hún var í ágætis formi og hún hafði æft box, að kýla í boxpúða. Þetta voru ágætis högg.“

Maðurinn reyndi að komast undan konu sinni, en hún hafi þá hrint honum og svo byrjað að sparka í hann.

„Hún öskraði þarna úr sér lungun og beitti öllum þeim ljótustu orðum sem hún gat fundið á þessum tímapunkti.“

Maðurinn gerði sér grein fyrir að konan hans væri búin að missa algjörlega stjórn á sér af bræði og varð hann skyndilega meðvitaður um það að skammt frá þeim væri eldhúsið og í því eldhúshnífar.

„Allt í einu finn ég það að ég er bara orðinn hræddur.“ segir hann. Óttaðist hann að konan myndi vopnast og hreinlega ganga frá honum.

Hann náði loks að standa upp og ákvað að fara. Hann byrjaði að pakka saman tölvunni og undirbúa sig undir brottför. Þá kom konan og byrjaði að reyna að æsa hann upp. Hún sagði: „Ertu algjör aumingi, læturðu konu berja þig?“

 

Upplifði maðurinn þetta sem svo að konan væri að reyna að fá hann til að slást við hana. En það hafi hann ekki viljað – þetta væri konan hans og hann hafi aldrei og aldrei viljað leggja á hana hendur.

Henni rann þá reiðin og brotnaði saman. Fyrstu viðbrögð mannsins var að hugga hana.

„Ég er bara dofinn eftir þetta allt. Ég stend þarna upp og þegar hún brotnar saman þá tek ég hana bara í fangið aftur og í okkar samskiptum hafði verið mjög ríkjandi að við vildum fara í gegnum þetta og byggja upp gott og heilbrigt samband.“

Síðar sama daginn ákvað hann þó að fara frá konunni.

„Ég fer í jarðarförina og þegar ég kem til baka förum við aðeins að ræða þetta seinni partinn. Og þá kemur það fram hjá henni að hún liti ekki á þetta sem ofbeldi. Hún sagði bara að þetta væri ekki ofbeldi.“

Þessu var maðurinn mjög ósammála. Konan hafði áður sagt honum ítrekað að þeir sem beittu ofbeldi væru ofbeldismenn, minnti hann hana á þessi orð.

„Þá fraus hún og varð mjög reið“

Laug í skýrslutöku

Í kjölfarið skildu þau. Fjórum vikum seinna ákvað maðurinn að leita sér aðstoðar og fór í viðtal hjá Drekaslóð. Minnugur þess að konan hans fyrrverandi hafði alltaf sagt að allt ofbeldi ætti að kæra til lögreglu þá fór maðurinn og gerði einmitt það.

Ekkert varð þó úr kærunni. Konan var kölluð í skýrslutöku og segir maðurinn að þar hafi hún logið blákalt.

Hann segir að konan hans fyrrverandi hafi alltaf litið á sig sem mjög sterka konu og hún hafi haft mikla þörf til að stjórna hlutunum í kringum sig – þar á meðal honum. Ofbeldið þennan umrædda dag hafi verið hámarkið af hegðunarmynstri sem konan hafi sýnt í gegnum sambandið og var ekki í fyrsta skiptið sem hún lagði á hann hendur.

Í dag er maðurinn kominn á betri stað. Hann er í heilbrigðu sambandi þar sem ríkir traust og nánd.

Hann hafi ákveðið að stíga fram núna því hann hafi fundið fyrir mikilli depurð vegna umræðunnar um ofbeldi undanfarið og vildi benda á þá staðreynd að karlmenn eru líka þolendur heimilisofbeldis.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns