fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Kynferðisleg áreitni fyrrum starfsmanns Fjölsmiðjunnar á Akureyri á borði dómstóla

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 11:30

Akureyrarbær mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært rúmlega tvítugan karlmann fyrir kynferðisbrot sem sagt er hafa verið framið innan Fjölsmiðjunnar á Akureyri. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á krossgötum í lífinu, að því er segir á heimasíðu hennar.

Samkvæmt ákærunni, sem DV hefur undir höndum, mun maðurinn hafa ítrekað áreitt skjólstæðing Fjölsmiðjunnar kynferðislega, er hún var aðeins 16 ára, með því að grípa utan um hana og strjúka henni utanklæða. Brotin áttu sér stað tvo daga í röð haustið 2019.

Maðurinn var starfsmaður Fjölsmiðjunnar er brotin áttu sér stað en lét af störfum skömmu eftir brotin.

Í samtali við DV sagðist Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, vera meðvitaður um málið, en hann gat ekki tjáð sig um það að öðru leyti. Vildi hann þá jafnframt ekki staðfesta að manninum hafi verið sagt upp vegna hinna meintu kynferðisbrota, enda væri málið enn til meðferðar í réttarkerfinu.

Héraðssaksóknari krefst þess að manninum verði gert að sæta refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá gerir faðir brotaþola fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar kröfu um að maðurinn greiði henni 600 þúsund krónur í miskabætur auk þóknunar réttargæslumanns.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri þann 16. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES