Knattspyrnusamband Íslands hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga og legið undir mikilli gagnrýni fyrir þöggun ofbeldismála og meðvirkni með gerendum innan sambandsins.
Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópnum eins og þekkt er orðið og var Viðar Örn Kjartansson valinn í hans stað.
Kolbeinn er samningsbundinn Gautaborg í Svíþjóð og hefur félagið nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem félagið segist fordæma svona hegðun.
„Á mánudaginn komu fréttir um að einn af okar leikmönnum hafi framið kynferðisbrot árið 2017. IFK Gautaborg fordæmir þessa hegðun,“ sagði Hakan Mild formaður félagsins í yfirlýsingu.
„Leikmaðurinn var tilkynntur til lögreglu á sínum tíma en rannsókn leiddi ekki til kæru en leikmaðurinn greiddi miskabætur. IFK Gautaborg tekur þessu mjög alvarlega þrátt fyrir að málinu sé lokið, lagalega séð. Við erum að ræða við leikmanninn um málið og hvernig við höldum áfram. Við viljum ítreka að við fordæmum þessa hegðun,“ sagði Hakan Mild formaður félagsins í yfirlýsingu.
Under måndagen publicerade medier nyheten att en av våra spelare begick sexuellt ofredande 2017. IFK Göteborg tar avstånd från hans agerande.
Läs mer på vår hemsida.https://t.co/1973W3SCkb
— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) August 30, 2021