Umdeilt atvik kom upp í leik Wolves og Manchester United í dag. Þá vildu Úlfarnir sjá Paul Pogba fá rautt spjald fyrir tæklingu á Ruben Neves.
Man Utd vann leikinn 0-1. Mason Greenwood gerði sigurmark leiksins.
Pogba hafði ekki mikla viðkomu í Neves í tæklingunni en fór samt sem áður með takkana á undan sér og bauð hættunni heim.
Neves var ansi ósáttur við að Pogba hafi sloppið með skrekkinn.
,,Það sáu þetta allir. Það sáu allir fótinn á mér. Ég skil ekki. Við erum alltaf á fundum um dómara og VAR, ég skil ekki af hverju. Þeir sögðu fyrir tímabilið að þeir myndu dæma þegar snerting er augljós,“ var á meðal þess sem Neves sagði í viðtali eftir leik. Hægt er að horfa á það í heild sinni neðst í fréttinni.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af tæklingunni.
Do you think this was a foul from Paul Pogba? 🤔 #WOLMUN pic.twitter.com/6e0nJq6C5k
— talkSPORT (@talkSPORT) August 29, 2021
🗣"Everybody saw it. Everyone saw my leg, we always do meetings about refs and VAR but I don't know why this happens…"
Ruben Neves is very unhappy with the refs decision during the build up to Man United's goal pic.twitter.com/vhXuDpz3cW
— Football Daily (@footballdaily) August 29, 2021