fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Ósannfærandi Manchester United stal öllum stigunum gegn Úlfunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 17:28

Leikmenn Man Utd fagna í dag. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann nauman útisigur gegn Wolves í síðasta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Gestirnir voru ekki sannfærandi í fyrri hálfleik. Wolves virkaði hættulegri aðilinn í honum. Markalaust var þó í hálfleik.

Eftir að hafa lítið ógnað í seinni hálfleik var það þó Man Utd sem tók forystuna á 80. mínútu. Þá skoraði Mason Greenwood með flottu skoti utarlega í vítateig heimamanna.

Mason Greenwood skorar eina mark leiksins. Mynd/Getty

Þetta reyndist eina mark leiksins. Lokatölur 0-1 fyrir Manchester United.

Leikmenn Wolves geta nagað sig í handabökin yfir því að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum. Þeir fengu góð færi en David De Gea var í stuði í marki gestanna.

Man Utd er í þriðja sæti deildarinnar með 7 stig eftir þrjá leiki. Wolves er enn án stiga eftir jafnmarga leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár