fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Þetta sagði Klara eftir örlagafund KSÍ – „Við gerðum þetta ekki nógu vel. Við áttum að gera betur“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 17:57

Klara Bjartmarz, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ. Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ hefur fundað stíft um helgina, bæði í dag og gær. Klukkan 16 í dag voru síðan allir starfsmenn KSÍ boðaðir á fund í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Við upphaf starfsmannafundarins gaf KSÍ út stutta tilkynningu þess efnis að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefði sagt af sér formennsku. Afsögnin er, sem kunnugt er, í skugga ásakana um kynferðisbrot og önnur ofbeldisbrot nokkurra landsliðsmanna í knattspyrnu. Meginástæðan fyrir afsögn Guðna er sú að hann fór rangt með í sjónvarpsviðtali er hann staðhæfði að KSÍ hefði ekki borist tilkynning um kynferðisbrot landsliðsmanna.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi við Vísir.is eftir langan starfsmannafund KSÍ. Stjórn KSÍ hefur fundað alla helgina og sagði Klara að málið væri vandasamt og þess vegna tækju fundahöld langan tíma.

Stjórn KSÍ situr áfram, en óvíst hvað lengi. Hún fundar enn frekar vegna yfirlýsingar frá KSÍ sem er í smíðum.

„Þolendur eiga von á afsökunarbeiðni frá KSÍ. Þeir sem hafa lagt sitt af mörkum við að vekja athygli á þessum málum verða einnig beðnir afsökunar,“ sagði Klara í viðtali við Vísir.is.

„Við gerðum þetta ekki nógu vel. Við áttum að gera betur,“ sagði Klara. Hún segir að KSÍ kunni knattspyrnu en kunni ekki að fara með mál af þessu tagi, þ.e. kynferðisbrot. Þess vegna hafi KSÍ í dag leitað ráðgjafar hjá fólki sem þekkir til þessara mála, meðal annars hefur verið fundað með Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og formanni jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, sem og fulltrúa frá Stígamótum.

„Umbótaferli er hafið,“ sagði Klara og lagði áherslu á að sú vinna yrði í höndum óháðra fagaðila.

KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu – sjá hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið