fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Þetta sagði Klara eftir örlagafund KSÍ – „Við gerðum þetta ekki nógu vel. Við áttum að gera betur“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 17:57

Klara Bjartmarz, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ. Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ hefur fundað stíft um helgina, bæði í dag og gær. Klukkan 16 í dag voru síðan allir starfsmenn KSÍ boðaðir á fund í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Við upphaf starfsmannafundarins gaf KSÍ út stutta tilkynningu þess efnis að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefði sagt af sér formennsku. Afsögnin er, sem kunnugt er, í skugga ásakana um kynferðisbrot og önnur ofbeldisbrot nokkurra landsliðsmanna í knattspyrnu. Meginástæðan fyrir afsögn Guðna er sú að hann fór rangt með í sjónvarpsviðtali er hann staðhæfði að KSÍ hefði ekki borist tilkynning um kynferðisbrot landsliðsmanna.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi við Vísir.is eftir langan starfsmannafund KSÍ. Stjórn KSÍ hefur fundað alla helgina og sagði Klara að málið væri vandasamt og þess vegna tækju fundahöld langan tíma.

Stjórn KSÍ situr áfram, en óvíst hvað lengi. Hún fundar enn frekar vegna yfirlýsingar frá KSÍ sem er í smíðum.

„Þolendur eiga von á afsökunarbeiðni frá KSÍ. Þeir sem hafa lagt sitt af mörkum við að vekja athygli á þessum málum verða einnig beðnir afsökunar,“ sagði Klara í viðtali við Vísir.is.

„Við gerðum þetta ekki nógu vel. Við áttum að gera betur,“ sagði Klara. Hún segir að KSÍ kunni knattspyrnu en kunni ekki að fara með mál af þessu tagi, þ.e. kynferðisbrot. Þess vegna hafi KSÍ í dag leitað ráðgjafar hjá fólki sem þekkir til þessara mála, meðal annars hefur verið fundað með Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og formanni jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, sem og fulltrúa frá Stígamótum.

„Umbótaferli er hafið,“ sagði Klara og lagði áherslu á að sú vinna yrði í höndum óháðra fagaðila.

KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu – sjá hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Í gær

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar