fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Guðni Bergsson segir af sér sem formaður KSÍ

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 16:39

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson hefur sagt af sér sem formaður KSÍ, tilkynnti hann starfsfólki KSÍ þetta á fundi sem fram fór í Laugardalnum í dag. Maraþonfundir hafa farið fram í Laugardalnum í gær og í dag þar sem stjórn sambandsins hefur fundað. Þetta herma heimildir DV.

Allt starfsfólk sambandsins var boðað til fundar eftir að Guðni tók ákvörðun um að stíga til hliðar. Íslenska karlalandsliðið er á leið í verkefni en liðið á þrjá heimaleiki á næstu dögum, málið mun án nokkurs vafa fá mikla athygli í undirbúningi fyrir leikina.

Guðni tók við sem formaður KSÍ árið 2017 og hefur í tvígang verið kjörinn formaður sambandsins á nýjan leik, óvíst er hver tekur við starfi hans. Líklega kemur inn aðili sem stýrir sambandinu tímabundið og síðan verður kosið til formanns á næsta ársþingi.

Stjórn KSÍ hefur fundað alla helgina. Guðni Bergsson formaður KSÍ hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum eftir að Þórhildur Gyða Arnardóttir steig fram í fréttum RÚV á föstudag og greindi frá því að árið 2017 hafi þekktur landsliðsmaður áreitt hana kynferðislega og ráðist svo á hana, og sagði að Guðna og KSÍ hafi verið vel kunnugt um málið.

Fréttastofa RÚV ræddi aftur við Guðna vegna málsins í ljósi frásagnar Þórhildar og spurði hvernig stæði á því að hann hafi á fimmtudag sagt að engin tilkynning hafi borist sambandinu um kynferðisbrot landsliðsmanna.

Umræddur landsliðsmaður greiddi Þórhildi bætur vegna málsins. Guðni hafð ítrekað fullyrt að engar ábendingar um svona hegðun landsliðsmanna hefðu komið á borð KSÍ undir hans stjórn.

Háværar sögur hafa verið um nokkra landsliðsmenn og ofbeldisfulla hegðun þeirra síðustu ár. Þannig sagði frétt á Vísir.is í gær að. „Ótaldar eru frásagnir af landsliðsmönnum sem eiga að hafa beitt stafrænu kynferðisofbeldi með dreifingu nektarmynda, eru sakaðir um heimilisofbeldi eða að gangast ekki við börnum sínum. Sögur sem eiga það sameiginlegt með fyrrnefndum sögum að hafa flogið hátt en enginn þolandi stigið fram, enn.“

Uppfært:  KSÍ hefur nú birt örstutta yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni þar sem staðfest er að Guðni Bergsson hafi ákveðið að láta af formennsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Í gær

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar