fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Sögulegur dagur í dag – Nýr kafli hefst

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 10:00

Lionel Messi grét á blaðamannafundi er hann kvaddi Barcelona. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búist er við því að Lionel Messi leiki sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í kvöld er liðið heimsækir Reims í Ligue 1.

Um sögulegan atburð verður að ræða þar sem Messi hefur aldrei leikið fyrir annað félag en Barcelona á sínum meistaraflokksferli.

Argentínumaðurinn fór óvænt frá Barcelona til PSG í sumar þar sem fyrrnefnda félagið hafði ekki efni á að framlengja samning hans. Parísarfélagið gekk því á lagið.

Mauricio Pochettino, stjóri PSG, hefur valið Messi í hóp sinn fyrir leik kvöldsins gegn Reims. Neymar og Kylian Mbappe eru einnig í hópnum.

Það hefur vakið athygli að Mbappe ferðist með PSG í leik kvöldsins. Hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid undanfarna daga.

Leikur Reims og PSG hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

Kylian Mbappe. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár