Juventus tók á móti nýliðum Empoli í 2. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Empoli bar sigur úr býtum og það var fyrrum leikmaður Juventus, Leonardo Mancuso, sem skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu.
Juventus er aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins en liðið gerði 2-2 jafntefli við Udinese um síðustu helgi.
Þetta var fyrsti sigur Empoli á Juventus frá árinu 1999 og aðeins annar sigur þeirra á stórveldinu í sögu félagsins í efstu deild.
Lokatölur:
Juventus 0 – 1 Empoli
0-1 Leonardo Mancuso (’21)