Liverpool gaf út yfirlýsingu eftir leik liðsins gegn Chelsea á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem ákveðinn hópur stuðningsmanna heyrðist syngja níðsöngva um samkynhneigða.
Í yfirlýsingunni segir:
Liverpool er fyrir miklum vonbrigðum eftir að fréttir bárust um að fámennur hópur stuðningsmanna heyrðist syngja niðrandi söngva í leiknum gegn Chelsea á Anfield í dag. Félagið stranglega fordæmir þessa hegðun og mun hefja rannsókn á allri niðrandi og/eða ofbeldishegðun með viðeigandi yfirvöldum til að bera kennsl á sakborningana í málinu.
LFC er staðráðið í að taka á ofbeldi og mismunun, sem á hvorki heima í fótboltanum né í samfélaginu í heild.
Sem hluti af Red Together herferðinni sem virkjar framlag klúbbsins til jafnfrétti, fjölbreytileika og sameiningu leitast LFC við að vera í fylkingarbroddi í baráttu gegn mismunun af öllu tagi bæði á netinu og innanvallar til að skapa sameiningarandrúmsloft fyrir alla.
Klúbburinn vill minna stuðningsmenn sína á hegðunarreglur félagsins, sem gera skýrt grein fyrir væntingum sínum til allra stuðningsmanna á Anfield.
Grunur um ofbeldi eða mismunun, annaðhvort á netinu, eða í persónu skal tilkynnt til félagsins á www.liverpoolfc.com/reportabuse.
Einnig er hægt að tilkynna til @MerPolCC, með því að hringja í 101 eða á heimasíðu Merseyside lögreglunnar.