fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Liverpool gefur út yfirlýsingu vegna hommahaturs í leik liðsins gegn Chelsea

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 28. ágúst 2021 22:11

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool gaf út yfirlýsingu eftir leik liðsins gegn Chelsea á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem ákveðinn hópur stuðningsmanna heyrðist syngja níðsöngva um samkynhneigða.

Í yfirlýsingunni segir:

Liverpool er fyrir miklum vonbrigðum eftir að fréttir bárust um að fámennur hópur stuðningsmanna heyrðist syngja niðrandi söngva í leiknum gegn Chelsea á Anfield í dag. Félagið stranglega fordæmir þessa hegðun og mun hefja rannsókn á allri niðrandi og/eða ofbeldishegðun með viðeigandi yfirvöldum til að bera kennsl á sakborningana í málinu.

LFC er staðráðið í að taka á ofbeldi og mismunun, sem á hvorki heima í fótboltanum né í samfélaginu í heild. 

Sem hluti af Red Together herferðinni sem virkjar framlag klúbbsins til jafnfrétti, fjölbreytileika og sameiningu leitast LFC við að vera í fylkingarbroddi í baráttu gegn mismunun af öllu tagi bæði á netinu og innanvallar til að skapa sameiningarandrúmsloft fyrir alla.

Klúbburinn vill minna stuðningsmenn sína á hegðunarreglur félagsins, sem gera skýrt grein fyrir væntingum sínum til allra stuðningsmanna á Anfield.

Grunur um ofbeldi eða mismunun, annaðhvort á netinu, eða í persónu skal tilkynnt til félagsins á www.liverpoolfc.com/reportabuse. 

Einnig er hægt að tilkynna til @MerPolCC, með því að hringja í 101 eða á heimasíðu Merseyside lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Í gær

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Í gær

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“