Roberto Firmino byrjaði leikinn í framlínu Liverpool gegn Chelsea á Anfield í dag en kom af velli stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla. Aðspurður hvort meiðslin væru alvarlegs eðlis sagði Jurgen Klopp að hann vissi það ekki.
„Alvarleg? Ég veit það ekki. Nógu alvarleg til að vera tekinn af velli, já,“ sagði Klopp eftir leik. „Bobby fann fyrir verk í náranum, kom og sagði okkur að undirbúa skiptingu. Bobby er ekki týpan til biðja um skiptingu án þess að finna fyrir einhverju.
Þetta lítur ekkert svo alvarlegt út en maður veit aldrei áður en maður fer í skoðun, sem gerist á morgun.“