Mesut Özil, fyrrverandi leikmaður Arsenal, virtist skjóta á félagið á Twitter aðgang sínum í dag eftir 5-0 tap liðsins gegn Manchester City.
Özil lék með Arsenal á árunum 2013-2021 og var frábær fyrstu árin þegar að Arsene Wenger var við stjórnvölinn. Þjóðverjinn átti þó erfitt uppdráttar eftir að Unai Emery tók við liðinu og var endanlega settur út í kuldann eftir að Mikel Arteta var ráðinn knattspyrnustjóri.
Arteta, sem var liðsfélagi Özil hjá Arsenal á sínum tíma fór frábærlega af stað með liðið og vann FA bikarinn og Samfélagsskjöldinn á sínu fyrsta tímabili. Það hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum síðan og liðið endaði í 8. sæti á síðustu leiktíð og hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni á þessu tímabili.
Fjölmargir Arsenal aðdáendur minntu menn á að „treysta ferlinu,“ þegar illa gekk en þolinmæðin virðist vera á þrotum og sæti Arteta orðið ansi heitt.
Færslu Özil má sjá hér að neðan.
Trust the process💔😟
— Mesut Özil (@MesutOzil1088) August 28, 2021