fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Mesut Özil skýtur á Arsenal – „Treystum ferlinu“

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 28. ágúst 2021 20:05

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mesut Özil, fyrrverandi leikmaður Arsenal, virtist skjóta á félagið á Twitter aðgang sínum í dag eftir 5-0 tap liðsins gegn Manchester City.

Özil lék með Arsenal á árunum 2013-2021 og var frábær fyrstu árin þegar að Arsene Wenger var við stjórnvölinn. Þjóðverjinn átti þó erfitt uppdráttar eftir að Unai Emery tók við liðinu og var endanlega settur út í kuldann eftir að Mikel Arteta var ráðinn knattspyrnustjóri.

Arteta, sem var liðsfélagi Özil hjá Arsenal á sínum tíma fór frábærlega af stað með liðið og vann FA bikarinn og Samfélagsskjöldinn á sínu fyrsta tímabili. Það hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum síðan og liðið endaði í 8. sæti á síðustu leiktíð og hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni á þessu tímabili.

Fjölmargir Arsenal aðdáendur minntu menn á að „treysta ferlinu,“ þegar illa gekk en þolinmæðin virðist vera á þrotum og sæti Arteta orðið ansi heitt.

Færslu Özil má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum