fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Man City fór létt með Arsenal sem tapaði þriðja leik sínum í röð á tímabilinu

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 28. ágúst 2021 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Man City tók á móti stigalausu Arsenal í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikið var á Ethiad vellinum í Manchester.

City komst í 2-0 forystu eftir tæpan 13 mínútna leik með mörkum frá Ilkay Gundogan og Ferran Torres. Granit Xhaka bætti gráu ofan á svart fyrir Arsenal á 35. mínútu þegar hann óð í tveggja fóta tæklingu á Joao Cancelo og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið.

Arsenal orðið manni færri og Man City refsaði þeim í lok fyrri hálfleiks þegar að Gabriel Jesus kom heimamönnum í 3-0 eftir góðan undirbúning frá Jack Grealish. Rodri bætti við fjórða markinu í upphafi seinni hálfleiks og Ferran Torres innsiglaði 5-0 sigur heimamanna með öðru marki sínu í leiknum á 84. mínútu.

City situr á toppi deildarinnar með 6 stig en liðið hefur unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á tímabilinu gegn Tottenham. Arsenal er hins vegar stigalaust á botninum en liðið hefur ekki skorað mark það sem af er tímabils.

Lokatölur:

Mancester City 5 – 0 Arsenal
1-0 Ilkay Gundogan (‘7)
2-0 Ferran Torres (’12)
3-0 Gabriel Jesus (’43)
4-0 Rodri (’53)
5-0 Ferran Torres (’84)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur