fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Gary Neville segir að Ronaldo komi til að vinna titla – „Nostalgía gengur ekki alltaf upp í fótbolta“

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 27. ágúst 2021 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, knattspyrnuspekingur og fyrrverandi leikmaður Manchester United sagði í samtali við Sky Sports News í kvöld að Cristiano Ronaldo kæmi til félagsins til að vinna titla.

Hann sagði jafnframt tilhugsunina um að hann færi til nágrannanna í Man City skelfilega í hugum Man United aðdáenda.

„Frábær fréttir. Dálítil nostalgía, og nostalgía gengur ekki alltaf upp í fótbolta. Hún kemur stundum í bakið á manni. En tilhugsunin um að hann færi til Man City var skelfileg í hugum Man United aðdáenda,“ sagði Neville.

„Ég sagði í síðustu viku að ef stór leikmaður stæði til boða fyrir Man United að þá þyrfti United að ganga í málið. Við höfum séð hvað Chelsea hefur gert á félagsskiptamarkaðnum, og það sem City ætluðu sér og ég held að United hafi þurft að blanda sér í baráttuna.“

Þegar hann var spurður hvort hann teldi að Ronaldo yrði reglulega í liðinu og í hvaða stöðu sagði Neville að hann yrði frammi.

„Hann á eftir að spila reglulega. Hann spilar níuna, sem framherji. Hann mun skora mörk og hann kemur til að vinna titla og slá met. Þetta er ekki sami Ronaldo og áður. Allir skilja það, en hann er nía, hann er framherji og býr enn yfir snerpu og tekur frábær hlaup inn á teig. Hann gefur United það sem þeir þurfa á að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað