fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Pep Guardiola: Við eigum ekki 200 milljónir punda

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 27. ágúst 2021 18:30

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Arsenal á laugardaginn að Man City ætti ekki 200 milljónir punda til ráðstöfunar.

Aðspurður hvort hann væri svekktur yfir því að City hafi ekki tekist að fá Harry Kane, framherja Tottenham, í sínar raðir sagði Spánverjinn að félagið hefði aldrei verið í samningaviðræðum við Kane.

Nei, nei nei. Félagið gerði allt sem það gat. Tottenham vildi ekki tala við okkur. Það var ekkert tilboð á borðinu,“ sagði Guardiola. „Þegar að félag vill ekki semja, þá er ekkert til að tala um. Kannski segja þeir að þeir vilji fá 200 milljónir punda fyrir Harry Kane. Við erum ekki að fara að borga 200 milljónir punda. Við eigum það ekki til.

Við reyndum að hefja viðræður við hann en meistari samningaviðræðna, hann Daniel Levy veit allt svo við gátum ekkert gert. Kannski myndi ég gera slíkt hið sama í hans sporum.“

Hann sagði jafnframt að fáir leikmenn í heiminum ráða sjálfir hvaða félög þeir spila fyrir en að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi væru á meðal þeirra. Þetta var áður en að kom í ljós að Ronaldo hefði samið við Manchester United, en allt leit út fyrir að Portúgalinn væri á leiðinni til nágrannanna í Man City.

Cristiano ræður sjálfur hvar hann spilar. Ekki Manchester City og ekki ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær