fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Andri ráðinn upplýsingafulltrúi Landspítalans – „Það mega allir hringja í mig“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Ólafsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landspítalans. Vísir.is greindi frá. Andri starfaði áður sem aðstoðarmaður og upplýsingafulltrúi rektors Háskóla Íslands og fyrir það starfaði hann sem samskiptastjóri VÍS. Hann hefur einnig mikla reynslu úr fjölmiðlum og hefur verið aðstoðarritstjóri 354 miðla, ritstjóri Íslands í dag og fréttastjóri Fréttablaðsins.

Styrr hefur staðið um upplýsingamál Landspítalans vegna yfirlýsinga samskiptastjórans Stefáns Hrafns Hagalíns þess efnis að stjórnendur spítalans  ættu ekki að svara símtölum frá blaðamönnum heldur ættu slík samskipti að fara í gegnum samskiptadeildina.

Stefán er nú farinn í sumarfrí en í samtali við DV vill Andri ekki tjá sig sérstaklega um það. Hann sé einfaldlega að hjálpa stofnuninni á erfiðum tímum en ráðningin sé tímabundin, til þriggja mánaða.

„Ég er bara að koma inn til að hjálpa til í þrjá mánuði,“ segir Andri. „Landspítalinn er í fréttum daglega og það er mikilvægt að samskipti við fjölmiðla séu góð og ég ætla að reyna að efla fjölmiðlasamskiptin þann tíma sem ég er hérna,“ segir hann ennfremur.

Varðandi það hvort Andri muni stuðla að því að blaðamenn séu ekki að hafa samband við einstaka starfsmenn stofnunarinnar, segir Andri:

„Mönnum er bara frjálst að hafa samband við þá sem þeir vilja. Og það mega allir hringja í mig, ég er tilbúinn að aðstoða fólk við að afla upplýsinga um starfsemi spítalans.“

Andra líst mjög vel á starfið: „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu