Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi í Reykjavík. Hraði allra mældist yfir 100 km/klst á svæði þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.
Í austurborginni var slegist í strætisvagni og leysti lögreglan það mál með aðkomu foreldra og tilkynningu til barnaverndaryfirvalda.
Einn ökumaður var handtekinn á kvöld/næturvaktinni grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.