Nú hafa verið birtar nýjar leiðbeiningar varðandi sóttkví á öllum skólastigum, í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum en með þessum nýju leiðbeiningum má ætla að færri þurfi að sæta sóttkví þegar smit kemur upp heldur en áður. Kveðið verður á um breyttar reglur um sóttkví í samræmi við þessar leiðbeiningar með breytingu á reglugerð sem tekur gildi á þriðjudaginn.
Leiðbeiningarnar má lesa í heild sinni hér
Ef nemandi greinist smitaður af COVID tekur sóttkví til þeirra sem sá nemandi hafði mest samskipti við.
Samkvæmt leiðbeiningunum á þetta við þá sem:
Þeir sem falla undir ofangreint fara þá í sóttkví og svo í sýnatöku eftir 7 daga.
Þeir sem hafa verið í minni samskiptum við smitaðan einstakling, eða samskiptum sem teljast ekki mikil, fara í svonefnda smitgát en geta haldið áfram að mæta í skólann. Þeir eiga að fara í hraðpróf daginn eftir að smit uppgötvast og svo aftur eftir fjóra daga. Þeir sem greinast jákvæðir í hraðprófi eru svo boðaðir í PCR próf og hefst smitrakning þegar niðurstaða þess prófs liggur fyrir. Viðkomandi fer í einangrun um leið og niðurstaða hraðprófs liggur fyrir sé hún jákvæð.
Þeir sem voru í litlum sem engum samskiptum við smitaðan nemanda eiga að vera vakandi fyrir einkennum. Þetta á við þá sem eru í sama sóttkvíarhólfi en ekki á sama tíma á stöðum á borð við matsal. Þessir einstaklingar þurfa ekki að fara í sóttkví og ekki í hraðpróf heldur bara að fyglast með einkennum.