fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Lækna-Tómas harðorður og ósáttur með gagnrýnina – „Óverðskuldað“ og „FÁRÁNLEGT“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 19:58

Tómas Guðbjartsson Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir sem betur er þekktur sem Lækna-Tómas, er harðorður í opinni færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í færslunni bendir hann á hvernig ástandið er á spítalanum þessa dagana og hann segir gagnrýnin sem spítalinn hefur fengið að undanförnu lykti af kosningapopúlisma.

„Það er greinilegt að margir blaðamenn sætta sig ekki við staðreyndir þegar kemur að fjórðu bylgju Covid og stöðunni hérlendis. Erfið fjórða bylgja faraldursinns er töluð niður á sama tíma og básúnuð er gagnrýni á Landspítalann og sóttvarnalækni. Sem er óverðskuldað,“ segir Tómas í færslunni.

Hann tekur fram að spítalinn er á hættustigi og útskýrir hvernig ástandið þar er. „Það er verið að ausa skútuna í þessum töluðu orðum. Í dag lögðust tveir sjúklingar til viðbótar með Covid á gjörgæslu. Þeir eru því 6 talsins – sem er gríðarlega mikið í ekki fjölmennara landi en okkar – hvort sem gjörgæslurými eru 10, 15 eða 20 talsins. Vandinn væri enn stærri ef ekki hefðu verið sendir gjörgæslusjúklingar í öndunarvél með sjúkraflugi erlendis – og norður á Akureyri.“

Þá segir Tómas að búið sé að skrúfa niður í stærri skurðaðgerðum vegna faraldursins og að það sé eitthvað sem allir sjá að gangi ekki til lengdar. „Starfsfólk er kallað inn úr sumafríi, aðrir mæta sjálfviljugir af einkastofum og allir bæta á sig endalausum aukavöktum. Við þessar aðstæður er FÁRÁNLEGT að berja sífellt í bumbur rekstrarvanda og vísa til óstjórnar á spítalanum. Enda órökstuddar fullyrðingar sem lykta af kosningapopúlisma,“ segir hann.

„Á leku skipi er ekki fækkað í áhöfn. Í staðinn hjálpast allir að – bæði skipverjar og farþegar – og ausa botninn svo skipið haldist á floti. Hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis eru því illa tímasett og bara til þess að auka á gremju – bæði innanhúss sem utan. Nú þurfa allir að halda fókus – líka þeir sem halda um penna á stóru fjölmiðlum landsins. Enda árangursríkara í ólgusjó að róa í sömu átt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Í gær

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“