fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Litháískur knattspyrnumaður svipti sig lífi á Húsavík

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 10:35

Samsett mynd - Húsavíkurkirkja og Dziugas Petrauskas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt mánudagsins 9. ágúst síðastliðinn fannst Dziugas Petrauskas, 27 ára gamall fyrrum knattspyrnumaður frá Litháen, látinn í grennd við Húsavík. Hann hafði flust til Íslands fyrr á árinu eftir að hafa fengið starf í Kísilverksmiðju PCC á Bakka.

Þetta kemur fram í umfjöllun íþróttamiðilsins Sportas.lt Segir að Petrauskas hafi hrapað til bana fram af klettum í grennd við Húsavík og að lögregla sé með málið í rannsókn. Samkvæmt heimildum DV er talið að Petrauskas hafi svipt sig lífi.

Petrauskas var öflugur knattspyrnumaður sem spilaði aðallega sem hægri bakvörður. Hann átti leiki með U-18 og U-19 ára landsliðum Litháen. Þá spilaði hann í efstu deild Litháen fyrir liðið knattspyrnuliðið FC Ekranas allt þar til liðið varð gjaldþrota árið 2014 og var lagt niður. Liðið var síðan endurreist úr brunarústunum í fyrra og er Petrauskak minnst með hlýju á Facebook-síðu félagsins þar sem hrundið er af söfnun fyrir eftirlifandi systur hans.

Félagið FC Ekranas kom frá frá borginni Panevezys og eftir gjaldþrotið fór Petrauskas að spila fyrir nýtt lið í sömu borg, FC Panevezys. Þar staldraði hann stutt við og eftir aðra skamma dvöl hjá félaginu Kupiskis lauk knattspyrnuferli hans þegar hann var aðeins 25 ára gamall.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar