Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Cluj í sigri gegn Farul Constanta í efstu deildinni í Rúmeníu í kvöld.
Gabriel Debeljuh gerði eina markið í 1-0 sigri.
Rúnari Má var skipt af velli á 66. mínútu leiksins.
Cluj hefur farið ljómandi vel af stað í deildinni. Liðið er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki.