fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Klopp talar um eyðslu andstæðinga – „Ég veit ekki hvernig United fer að þessu“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp stjóri Liverpool er hættur að furða sig á eyðslu Manchester City, Chelsea og PSG í leikmenn. Stjóri Liverpool furðar sig aðeins á því hvernig Manchester United hefur eytt miklum fjármunum í sumar.

Liverpool festi kaup á Ibrahima Konate í sumar en hefur síðan haldið sig til hlés og ekki er talið líklet að félagið kaupi meira í sumar.

„Við þekkjum öll stöðuna hjá Chelsea, City og í París,“ sagði Klopp á fréttamannafundi í dag en liðið hefur leik í enska boltanum gegn Norwich á morgun.

„Það sem United er að gera, ég veit ekki hvernig þeir fara að þessu. Við förum okkar leið og getum eytt þeim peningum sem við fáum inn í klúbbinn. Þannig hefur það alltaf verið.“

„Í ár eyddum við fjármunum áður en við fengum hann í kassann þegar við keyptum Konate. Við urðum að gera það því við getum ekki tekið áhættu að lenda í því sama og á síðustu leiktíð,“ sagði Klopp og á þar við meiðslin í hjarta varnarinnar.

„Það kemur mér samt ekki lengur á óvart hversu mikla fjármuni Chelsea, City eða United hafa. Ég hef búið hérna nógu lengi til að vita að þeir finna lausni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“